„Ertu ekki taílensk?“

Íris Kristjana hefur ítrekað orðið fyrir fordómum á Íslandi.
Íris Kristjana hefur ítrekað orðið fyrir fordómum á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Á mér virkilega að finnast óþægilegt að labba úti á götunum hér á Íslandi því ég er hrædd við að fólk dæmi mig því það sést á útliti mínu að ég er ekki alveg íslensk?“ Spyr Íris Kristjana Stefánsdóttir sem hefur ítrekað orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi.

„Haltu þig við þinn eigin kynþátt“

Íris var úti að skemmta sér ásamt kærasta sínum á laugardagskvöldi. Þau voru á göngu upp Laugaveginn þegar þau mættu manni sem fann sig knúinn til þess að kalla þau ljótt par. Þau stoppuðu og spurðu hvað honum gengi til.

„Þá segir hann við mig: „Ertu ekki taílensk?“ Og ég segi: „Nei, ég er íslensk“. Þá segir hann við mig: „Nei, þú ert asísk,“ bendir svo á kærastann minn og segir: „Ert þú ekki Íslendingur? Stick with your own race (haltu þig við þinn eigin kynþátt).“

Íris ásamt kærasta sínum Gunnari Birgissyni.
Íris ásamt kærasta sínum Gunnari Birgissyni. Ljósmynd/Aðsend

Finnst hún óvelkomin í eigin landi

Þegar maðurinn labbaði í burtu sagðist hann vera stoltur rasisti. „Við vorum ekki einu sinni að horfa á hann eða neitt, hann bara sagði við okkur þegar hann labbaði framhjá okkur að við værum ljótt par. Ég bara skil ekki til hvers að vera að þessu,“ segir Íris í samtali við mbl.is.

„Ég tók þetta virkilega nærri mér og get ekki hætt að hugsa um þetta. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem mér líður eins og að ég sé ekki velkomin hér á landi þótt ég eigi íslenskan pabba og sé fædd og uppalin á Íslandi.“

Íris segir atvikið vera það versta sem hún hafi lent í til þessa. Hún hefur lengi unnið við afgreiðslustörf og minnist annars atviks þar sem hún varð fyrir fordómum. „Eitt sinn var ég að afgreiða gamlan mann og það voru mikil læti því það var mikið að gera. Ég sagði „ha“ og þá sagði hann: „Talarðu ekki íslensku eða?“ Ég táraðist næstum því en ég hélt því inni í mér.“

Stolt af því að vera Íslendingur

Íris er fædd og uppalin á Íslandi. Faðir hennar er íslenskur og móðir hennar frá Filippseyjum. „Ég er mjög stolt af því að vera Íslendingur og ánægð að hafa fæðst hér,“ segir hún.

„Þetta er mjög leiðinlegt, bara því ég lít út fyrir að vera asísk þá er komið svona fram við mig.“

Hún minnist þess ekki að hafa orðið fyrir fordómum þegar hún bjó á Laugarvatni á grunnskólaárunum. Þegar hún byrjaði í menntaskóla hafi hún byrjað að finna fyrir þeim. „Ég tók það ekkert mjög mikið inn á mig þá, ég bara grínaðist með krökkunum um þetta. En þegar það kemur einhver til manns manns sem maður þekkir ekki og er að segja eitthvað svona þá er það svolítið særandi.“

mbl.is

Innlent »

Stálu gaskútum í Breiðholti

06:22 Skömmu fyrir miðnætti og til um fjögur í nótt bárust lögreglunni tilkynningar um tvo menn sem væru að stela gaskútum í Breiðholti. Meira »

Fyrstu lömb vorsins

05:46 Fyrstu lömbin þetta vorið, að minnsta kosti í Dalabyggð, komu í heiminn síðasta miðvikudag, þann 14. mars. Frá þessu er greint á vefnum Budardalur.is. Meira »

Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki

05:30 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við framhaldsskóla að þeir sníði mætingarreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki. Meira »

Vegakerfið þarf 170 milljarða

05:30 „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.   Meira »

Leggur til lækkun yfirvinnukaups

05:30 Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. Meira »

Vinna í ráðuneytum kortlögð

05:30 Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni. Meira »

Hvetja fólk til að bóka bílastæði

05:30 Isavia hefur beint því til fólks sem hyggst leggja land undir fót um páskana og ferðast til og frá Keflavík á eigin bíl að bóka bílastæði við flugstöðina fyrirfram. Meira »

Hvalategundir hafa aldrei verið fleiri

05:30 „Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið. Meira »

Taka á móti norskum skipum

05:30 Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnslan tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. Meira »

Enginn bauð í biðskýlin

05:30 „Við buðum ekki í verkefnið. Það var af þeirri einföldu ástæðu að þetta var of dýrt,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, um nýafstaðið útboð Reykjavíkurborgar á strætóskýlum. Meira »

Áfram milt veður næstu daga

Í gær, 22:41 Áfram er útlit fyrir hæglætisveður á öllu landinu næstu daga en það snýr í norðaustanátt með kólnandi veðri þegar líða fer á vikuna. Meira »

Ferðir spóa kortlagðar með GPS

Í gær, 21:42 „Þetta eru fyrstu frumniðurstöður og þær sýna að þessir fuglar eru að nota miklu stærri svæði en við höfum haldið,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur í samtali við mbl.is. Hann deildi fyrir skömmu mynd í Facebook-hópnum Fuglafréttir úr Rangárvallasýslu sem sýnir ferðir spóa, sem merktir voru með GPS sendum, á varptíma. Meira »

Snýr að sérhæfðara sjúkrahúsi

Í gær, 21:23 Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var við lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag kemur meðal annars fram að farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Í gær, 18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
 
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...