„Óstöðug smámynt er rót vandans“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Ráðast þarf í nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur á peningastefnu í þágu heimila og fyrirtækja. Óstöðug smámynt er rót vandans, segir meðal annars í stjórnmálaályktun Viðreisnar en flokksþing var haldið um helgina. Viðreisn vill meðal annars að fæðingarorlof verði lengt og heimildir auknar til nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á húsnæði.

„Með stjórnarþátttöku sinni sýndi Viðreisn að hægt er að fara í metnaðarfulla uppbyggingu á mörgum sviðum samfélagsins samtímis því að ríkisfjármálum er stýrt af ábyrgð. Afar mikilvægt er að frjálslynd rödd Viðreisnar heyrist áfram í samfélaginu.

Viðreisn svaraði kalli #metoo byltingarinnar á landsþingi og setti sér skýrar reglur um viðbrögð við óásættanlegri hegðun á borð við kynbundna mismunun og áreitni.

Þá samþykkti Viðreisn metnaðarfulla stefnu í fjölmörgum málaflokkum,“ segir í stjórnmálaályktun flokksins.

● Bilið brúað: Fæðingarorlof skal lengt í 12 mánuði og fjölbreytt dagvistun verði í boði frá 12 mánaða aldri.

● Aukin verði heimild til nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á húsnæði.

● Viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu verði lokið.

● Gengisstöðugleiki og lægri vextir tryggðir með upptöku evru.

● Rýmkaðar verði heimildir til skattfrádráttar nýsköpunarfyrirtækja.

● Afnema á samkeppnishindranir á innlendum mörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert