Skildu barn eftir heima og fóru að skemmta sér

Fólkið hafði farið að skemmta sér og skildi barnið eftir …
Fólkið hafði farið að skemmta sér og skildi barnið eftir eitt heima.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í nótt að hafa afskipti af sambýlisfólki sem hafði skilið ársgamalt barn sitt eftir eitt heima á meðan þau fóru að skemmta sér í annarri íbúð í stigaganginum þar sem þau búa.

Málavextir voru þannig að rétt fyrir klukkan eitt í nótt fékk lögregla tilkynningu um hávaða frá íbúð við Skyggnisbraut í Grafarholti í Reykjavík. Er lögreglumenn komu á vettvang voru þar nokkrir ölvaðir aðilar og einnig börn. Lentu lögreglumenn í átökum við fólkið og var einn maður handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. 

Eiginkona hins handtekna var einnig á vettvangi og kom síðar í ljós að hjónin búa í annarri íbúð í húsinu og höfðu skilið barnið eftir í íbúð sinni á meðan þau voru að skemmta sér. Málið var afgreitt með aðkomu barnaverndar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert