„Það kostar ekkert að lækka vexti“

Ragnar Þór segir ekki nóg að hækka laun, enda væri ...
Ragnar Þór segir ekki nóg að hækka laun, enda væri ekki hægt að kaupa mat fyrir prósentur. mbl.is/Hanna

Íslendingar standa ekki mjög vel þegar kemur að því hvað þeir fá fyrir krónurnar sem þeir vinna fyrir. Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Ragnar sagðist hafa fengið hagfræðing til að bera saman tölur frá nokkrum löndum og í ljós hafi komið að kaupmáttur hér á landi er um 20 prósent lægri en í Danmörku og Svíþjóð og 35 prósent lægri en í Sviss. Þá kom í ljós að kaupmáttur á Íslandi er 10 prósent lægri en í New York í Bandaríkjunum. Hann tók þó fram að snúið væri að bera þessar tölur saman, enda ekki sambærileg mælitæki í öðrum löndum, en til stæði að gera enn nákvæmari samanburð.

Kaupum ekki mat fyrir prósentur

Hann sagðist hafa blendnar tilfinningar gagnvart þeim fullyrðingum sem settar hafa verið fram um að Íslendingar væru að setja heimsmet í hækkun launa, enda væru það ekki prósenturnar sem skiptu máli, heldur krónurnar. Það væri ekki hægt að kaupa mat eða bensín fyrir prósentur, til þess þyrfti krónur.

„Við höfum verið að tala fyrir því að það er ekki nóg að hækka laun. Við þurfum að sjá til þess að við getum lifað á því sem við erum að fá í laun. Þá horfum við til dæmis á vaxtastigið. Ef við myndum lækka hér vexti um eitt eða tvö prósent, það myndi hafa gríðarleg áhrif á allt samfélagið, kaupmáttaraukningu fyrir fólkið okkar, getu fyrirtækjanna til að gera betur við sitt starfsfólk, svo ég tali nú ekki um hugsanlega leiguverð, að það gæti myndast svigrúm fyrir leigufélög til að lækka leigu.“

Ragnar sagði jafnframt að með því að auka rástöfunartekjur þeirra sem ná ekki endum saman í gegnum skattkerfið væri hægt að auka innspýtingu inn í neysluna, sem væri gott fyrir fyrirtækin og myndi auka þeirra getu enn frekar til að gera betur við sitt starfsfólk og auka svigrúm til launahækkana.

„Við gætum lækkað hér vexti fyrir hádegi á morgun“

Hann sagði forystu VR vera tilbúna að taka launliðinn út fyrir sviga í kröfum sínum ef hægt væri að ræða aðra þætti sem kæmu að grunnþjónustunni, að fólk fengi meira fyrir peninginn sinn.

Hann sagði núverandi vaxtastig ekki náttúrulögmál sem við sætum uppi með, þetta væri einfaldlega ákvörðun. „Við gætum lækkað hér vexti fyrir hádegi á morgun, en það vantar bara viljann og skilning á því að peningastefnan sem hér er rekin stenst ekki nokkra einustu skoðun,“ sagði Ragnar og bætti við að hann hefði ekki skilning á því af hverju hún væri rekin með þessum hætti.

Þá sagði hann margar af kröfum verkalýðshreyfingarinnar þyrftu ekki að kosta mikið. „Margar af okkar kröfum kosta ekki krónu. Þær kosta ekki mikið. Það kostar ekkert að lækka vexti. Það kostar ekkert endilega að breyta skattkerfinu til að það nýtist betur lágtekju- og millitekjufólki,“ sagði Ragnar meðal annars. Þetta væri það sem þyrfti að hafa til hliðsjónar í komandi kjarasamningum, hvernig bæta ætti lífsgæði fólks.

Ragnar sagðist í grundvallaratriðum vera sammála Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörnum formanni Eflingar um að þétta þyrfti öryggisnetið og hækka grunninn. Hann benti á að VR og Efling væru mjög ólík félög, enda væru í VR bæði afgreiðslufólk á kassa á lágmarkslaunum og sérfræðingar á háum launum. Hann sagðist þó viss um að hægt væri að koma sér saman um kröfur sem gætu gagnast öllum hópunum. Meðal annars kröfur um breytingar á skattkerfinu og lækkun á vöxtum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki

05:30 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við framhaldsskóla að þeir sníði mætingarreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki. Meira »

Vegakerfið þarf 170 milljarða

05:30 „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.   Meira »

Leggur til lækkun yfirvinnukaups

05:30 Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. Meira »

Vinna í ráðuneytum kortlögð

05:30 Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni. Meira »

Enginn bauð í biðskýlin

05:30 „Við buðum ekki í verkefnið. Það var af þeirri einföldu ástæðu að þetta var of dýrt,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, um nýafstaðið útboð Reykjavíkurborgar á strætóskýlum. Meira »

Hvalategundir hafa aldrei verið fleiri

05:30 „Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið. Meira »

Taka á móti norskum skipum

05:30 Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnslan tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. Meira »

Hvetja fólk til að bóka bílastæði

05:30 Isavia hefur beint því til fólks sem hyggst leggja land undir fót um páskana og ferðast til og frá Keflavík á eigin bíl að bóka bílastæði við flugstöðina fyrirfram. Meira »

Áfram milt veður næstu daga

Í gær, 22:41 Áfram er útlit fyrir hæglætisveður á öllu landinu næstu daga en það snýr í norðaustanátt með kólnandi veðri þegar líða fer á vikuna. Meira »

Ferðir spóa kortlagðar með GPS

Í gær, 21:42 „Þetta eru fyrstu frumniðurstöður og þær sýna að þessir fuglar eru að nota miklu stærri svæði en við höfum haldið,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur í samtali við mbl.is. Hann deildi fyrir skömmu mynd í Facebook-hópnum Fuglafréttir úr Rangárvallasýslu sem sýnir ferðir spóa, sem merktir voru með GPS sendum, á varptíma. Meira »

Snýr að sérhæfðara sjúkrahúsi

Í gær, 21:23 Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var við lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag kemur meðal annars fram að farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Meira »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

Í gær, 18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Í gær, 18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

Í gær, 17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
KTM 1090 R verð: 2.549.000,-
Litli bróðir 1290 R ! 125 hp. aðeins 207 kg. Léttleiki og snerpa á þjóðvegi eða ...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...