Elvar Wang Atlason sigraði

Marteinn dómnefndarfulltrúi og þeir sem voru í fimm efstu sætunum …
Marteinn dómnefndarfulltrúi og þeir sem voru í fimm efstu sætunum í lokakeppni stærðfræðikeppninnar í ár: Tómas Ingi Hrólfsson, Breki Pálsson, Elvar Wang Atlason, Hrólfur Eyjólfsson og Ari Páll Agnarsson. Þeir ásamt 12 öðrum verða fulltrúar Íslands í Norrænu stærðfræðikeppninni þann 9. apríl næstkomandi. Ljósmynd/Bjarnheiður Kristinsdóttir

Við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík í gær voru tilkynnt úrslit og úthlutuð verðlaun vegna stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. 35 nemendur mættust í úrslitakeppni framhaldsskólanema í stærðfræði laugardag síðastliðinn. Elvar Wang Atlason, nemandi við Menntaskólan í Reykjavík, sigraði örugglega með 59 stig af 60 mögulegum. Í 2. sæti var Breki Pálsson með 55 stig og í 3. sæti með 47 stig var Hrólfur Eyjólfsson, báðir nemendur við Menntaskólann í Reykjavík.

Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 9. apríl næstkomandi. Þeim Elvari og Breka hefur þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram mun fara í Cluj Napocao í Rúmeníu í sumar. Hvaða fjórir nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni.

Skipuleggjendur segja í tilkynningu að „kynjahallinn sem birtist í listanum hér, er skipuleggjendum keppninnar áhyggjuefni. Líklegt má ætla að fleiri stúlkur væru í hópnum ef þær fengju meiri hvatningu til að taka þátt.“

1.

Elvar Wang Atlason

MR

2.

Breki Pálsson

MR

3.

Hrólfur Eyjólfsson

MR

4.-5.

Ari Páll Agnarsson

MR

4.-5.

Tómas Ingi Hrólfsson

MH

6.

Andri Snær Axelsson

MR

7.

Árni Bjarnsteinsson

MR

8.

Margrét Snorradóttir

MR

9.-10.

Þorsteinn Ívar Albertsson

MR

9.-10.

Ásmundur Óskar Ásmundsson

MR

11.

Eldar Máni Gíslason

MR

12.-13.

Þorsteinn Freygarðsson

MR

12.-13.

Sindri Unnsteinsson

MA

14.-15.

Vigdís Gunnarsdóttir

MR

14.-15.

Bjarki Baldursson Harksen

MR

16.

Gamithra Marga

VMA

17.

Garðar Ingvarsson

MR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert