Enn töluverð snjóflóðahætta

Hættustig snjóflóða hefur verið lækkað úr mikilli hættu í talsverða …
Hættustig snjóflóða hefur verið lækkað úr mikilli hættu í talsverða hættu. Veðurstofan biður fólk um að fara varlega. Kort/Map.is

Veðurstofa Íslands hefur lækkað hættustig snjóflóða á utanverðum Tröllaskaga, enn er talin töluverð hætta. Á Austfjörðum er einnig töluverð hætta og nokkur snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum. Þá eru einhverjar líkur á að horfur fari batnandi á Austfjörðum.

„Það er ennþá óstöðugt og verður að fara varlega til fjalla. Þá munu verða tekin stöðugleikapróf og gryfjur skoðaðar í dag“ segir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóða hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Þótt að veðrið sé gott þá geta veikleikar viðhaldist í þessum kulda og þá er hættan mest af snjóflóðum af mannavöldum. Þeir sem ferðast um svæðin verða að fara varlega sérstaklega í bröttum hlíðum,“ bætir hún við.

Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert