Fangelsisvist eftir ítrekuð brot

Konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi.
Konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi. mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi og auk þess er konan svipt ökurétti ævilangt. Konan var dæmd fyrir umferðarlagabrot og ítrekaða þjófnaði.

Konan var tvívegis stöðvuð af lögreglu, fyrst í lok árs 2016 og síðan snemma í fyrra en í bæði skiptin stöðvaði lögregla hana eftir að hún hafði áður verið svipt ökuréttindum. Í seinna skipt mældist amfetamín og metamfetamín í blóði konunnar.

Auk þess er konan ákærð fyrir fimm þjófnaði. Konan er ákærð fyrir að hafa meðal annars stolið myndavél að verðmæti 30 þúsund krónur, úlpu að verðmæti 90 þúsund krónur og heyrnartólum og hátalara að verðmæti tæplega 60 þúsund krónur.

Ákærða játaði brot sín skýlaust en hún hefur áður hlotið refsingu fyrir umferðarlagabrot og hefur hún einnig áður hlotið fjóra dóma fyrir auðgunarbrot, nú síðast með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 31. mars 2017 en þá var hún dæmd til að sæta sex mánaða fangelsi.

Dómurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert