Mikill kraftur í nýja merkinu

Nýja merkið.
Nýja merkið. Ljósmynd/ÖBÍ

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, lýsti í dag á málþingi Öryrkjabandalags Íslands, stuðningi við það markmið ÖBÍ að hér verði innleitt nýtt merki fyrir bílastæði hreyfihamlaðra.

„Það eru breyttir tímir og viðhorf gagnvart fötluðu fólki er eitthvað sem við viljum að breytist. Fatlað fólk í dag er margt hvert mjög öflugt og virkt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við mbl.is.

Gamla merkið sýnir stöðnun og hjálparleysi og er svolítið dapurlegt. Nýja merkið sýnir kraft, sjálfstæðni, áræðni og virkni,“ bætir Þuríður við.

Þuríður segir að gamla merkið sé svolítið dapurlegt.
Þuríður segir að gamla merkið sé svolítið dapurlegt. mbl.is/Brynjar Gauti

„Þetta er allt önnur ásýnd, þú sérð beinlínis kraft en ekki stöðnun.“

Nýja aðgengismerkið hefur þegar verið innleitt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem New York og Connecticut, auk borga í Evrópu, Kanada og víðar. Verði merkið innleitt hérlendis, verður Ísland fyrsta þjóðríkið til að taka það upp. 

„Við erum búin að setja þetta á bílastæðið hjá okkur fyrir framan Öryrkjabandalagið,“ segir Þuríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert