Nýr miðasölugluggi vegna HM á morgun

Það styttist í að íslenska landsliðið taki þátt í HM …
Það styttist í að íslenska landsliðið taki þátt í HM í fyrsta sinn. mbl.is/Eggert

Næsti miðasölugluggi vegna HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar verður opnaður klukkan 9 í fyrramálið.

Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerfinu um það hvort miðarnir fást. Þarna er fyrirkomulagið fyrstur kemur, fyrstur fær, að því er kemur fram á vefsíðu KSÍ.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segist ekki vita hversu margir miðar fara í sölu í fyrramálið. Hún veit heldur ekki hvort miðar á leik Íslands og Argentínu fara í sölu en mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim.

Íslenska landsliðið spil­ar í borg­un­um Moskvu, Volgograd og Rostov gegn Arg­entínu, Níg­er­íu og Króa­tíu dag­ana 16. til 26. júní.

KSÍ óskaði á sínum tíma eftir fleiri miðum á leiki íslenska landsliðsins í keppninni en hefur ekki fengið svör við því. Þar að auki voru fregnir um að stuðningsmenn íslenska liðsins hefðu óskað eftir tæplega 53 þúsund miðum á leiki þess á HM en hún hefur heldur ekki fengið það staðfest.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Golli

Eiga að bíða eftir endursöluglugganum

Síðustu úthlutanir úr síðasta fasa miðasölunnar klárast í dag.

Á vefsíðu KSÍ er þeim bent á sem hafa fengið miða og ætla ekki að nýta þá að bíða eftir að endursölugluggi opni hjá FIFA.

Fólk á ekki að reyna að selja miðana sína sjálft og ekki kaupa miða öðruvísi en beint af miðasöluvef FIFA. Miðar sem eru keyptir beint af öðrum miðakaupendum verða ónothæfir, að því er kemur fram á síðunni.

Þeir sem hafa ekki enn fengið miða eru hvattir til að reyna að ná í miða í glugganum sem verður opnaður í fyrramálið.  

Ef uppselt verður á einstaka leiki þá gæti verið tækifæri að fá miða þegar endursöluhlutinn verður opnaður hjá FIFA. Ekki er vitað hvenær sá fasi verður opnaður.

Hægt verður að kaupa miða á miðasöluvef FIFA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert