„Ótrúlegir íþróttamenn“ í Skólahreysti

Skólahreysti í íþróttahöllinni á Akureyri. Mynd úr safni.
Skólahreysti í íþróttahöllinni á Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það eru ótrúlegir íþróttamenn sem taka alltaf þátt. Maður heldur að metin sé orðin svo hrikaleg að það sé ekki hægt að bæta þau en þá halda krakkarnir áfram að slá metin. Þau eru ótrúleg,“ segir Andrés Guðmundsson sem stendur að keppninni Skólahreysti ásamt Láru Berglindi Helgadóttur.

Fyrsta keppni í Skólahreysti á þessu ári fer fram á fimmtudaginn næsta þegar grunnskólar í Reykjanesbæ eigast við. Þetta er í 14. skiptið sem keppni grunnskólanna fer fram og í ár taka 105 grunnskólar á öllu landinu þátt. Fjórir nemendur úr 9. og/eða 10. bekk skipa liðið, tvær stelpur og tveir strákar. 

Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir standa saman að ...
Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir standa saman að Skólahreysti. mbl.is/Golli

„Það sem ég er stoltastur af er að ná að virkja krakka sem hafa aldrei tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi,“ segir Andrés. Um 10% af krökkunum sem keppa í Skólahreysti æfa ekki íþróttir. Markmiðið er að ná að virkja enn fleiri, segir Andrés.

Andrés hefur staðið fyrir skólahreysti í öll þessu ár. Hann viðurkennir að oft sé hann orðinn talsvert þreyttur þegar mótin standa yfir sem eru ákaflega krefjandi. Fyrir utan keppnina sjálfa þarf að setja upp brautirnar, taka þær niður og keyra með þær á næsta stað. „Ég hugsa oft með mér af hverju ég er í þessu? En svo skapast einhver svakaleg orka og kraftur þegar allir krakkarnir eru komnir saman að leggja sig fram og gera sitt besta og þetta verður alveg æðislegt,“ segir Andrés.   

Áhuginn á Skólahreysti hefur aukist á hverju ári. Hátt í 10 stórar brautir með öllu eru á höfuðborgarsvæðinu og 20 litlar brautir eru víðs vegar við skóla landsins. Flestar þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju ári eru lagðar nýjar brautir við skólana. 

Í Skólahreysti er keppt í: Upphífingar (strákar), armbeygjur (stelpur), dýfur (strákar), hreystigreip (stelpur) og hraðaþraut (strákar og stelpur). 

Undanriðlar eru tíu talsins og eru þeir svæðisbundnir, þ.e. skólar frá sama landssvæði
keppa innbyrðis sín á milli. 12 skólar keppa í úrslitum Skólahreysti. Stigahæsti skólinn úr hverjum riðli kemst áfram í úrslitakeppnina og tveir stigahæstu skólarnir í öðru sæti undankeppninnar vinna sér rétt til að taka þátt í úrslitum Skólahreysti.

Skólahreysti árið 2014.
Skólahreysti árið 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Sektir eða fangelsi eiga við

05:30 Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði. Meira »

Rifu bragga frá stríðsárunum

05:30 Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir. Meira »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

Í gær, 23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn

Í gær, 22:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu. Meira »

Vinnur að bók um bókband og bókbindara

Í gær, 21:54 Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. Meira »

Árekstur við Hagkaup í Garðabæ

Í gær, 21:39 Árekstur varð við Hagkaup í Garðabæ í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn, eftir að tilkynnt var um áreksturinn um níuleytið í kvöld. Meira »

Vonast til að geta flýtt tvöföldun

Í gær, 21:31 Miðað við nýja samgönguáætlun sem gildir frá árinu 2019 til 2023 og langtímaáætlun til ársins 2033 er ekki gert ráð fyrir því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar ljúki fyrr en eftir fimmtán ár. Meira »

Við erum of kappsöm í frístundum

Í gær, 20:40 „Ég ætla að nálgast þetta sem starfandi sálfræðingur, en mér finnst eftirsóknarvert að skoða hvað felst í „hygge“ og hvernig hægt er að tileinka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, en hún verður með námskeið í næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það huggulegt. Meira »
Myndir eftir Stórval
Til sölu nokkrar myndir eftir Stórval, m.a. þessi stærð 50x71, merkt á baki, mál...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...