Skoða samstarf við Íbúahreyfinguna

Stjórn Pírata í Mosfellsbæ.
Stjórn Pírata í Mosfellsbæ. Ljósmynd/Píratar

Stofnað var aðildarfélag Pírata í Mosfellsbæ á laugardaginn en stofnfundurinn fór fram á Bókasafni Mosfellsbæjar. Þátttakendur voru 25-30 samkvæmt fréttatilkynningu.

Kosin var þriggja manna stjórn félagsins og lög þess samþykkt. Stjórnarmenn voru kjörin Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson.

Fyrsti stjórnarfundur Pírata í Mosfellsbæ fer fram í dag þar sem stjórnarmenn munu skipta með sér verkum og boða til almenns félagsfundar um framboðsmál.

Til skoðunar er að Píratar og Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ vinni saman fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert