Þjóðleg hátíð í miðborginni

Á þjóðbúningadeginum í Safnahúsinu í gær.
Á þjóðbúningadeginum í Safnahúsinu í gær. mbl.is/​Hari

„Með þessum degi viljum við hvetja fólk til að klæðast þjóðbúningum, sýna sig og sjá aðra,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að í gær, sunnudag, var árlegur þjóðbúningadagur haldinn hátíðlegur í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Á þeim degi er fólk hvatt til að draga fram þjóðbúninga sína og klæðast þeim, en viðburðurinn er einnig kjörið tækifæri fyrir þá sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga til að koma og sjá fjölbreytni þeirra. Er það Heimilisiðnaðarfélagið í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands sem stendur að deginum.

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands á þessu ári hefur Heimilisiðnaðarfélagið ýtt út vör verkefni, sem ber heitið „Út úr skápnum – búningana í brúk“, en þjóðbúningar voru táknmynd í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og tengjast því fullveldisafmælinu mjög.

Sjá samtal við Margréti í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert