Upphæðir um akstursgreiðslur útskýrðar nánar

Ýmsir reikningar fyrir ferðaútgjöld innanlands sem stofnað var til á …
Ýmsir reikningar fyrir ferðaútgjöld innanlands sem stofnað var til á síðari hluta ársins 2017 bárust ekki skrifstofu Alþingis fyrr en í janúar 2018 og voru því bókaðir á þann mánuð. mbl.is/​Hari

Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tilkynningu þar sem upphæðir um endurgreiðslu ferðakostnaðar þingmanna innanlands fyrir janúar eru betur útskýrðar.

„Upphæðir sem þar voru birtar fyrir janúarmánuð 2018 miðuðust við hvenær reikningar voru bókaðir á skrifstofu Alþingis. Ýmsir reikningar fyrir ferðaútgjöld innanlands sem stofnað var til á síðari hluta ársins 2017 bárust ekki skrifstofunni fyrr en í janúar 2018 og voru því bókaðir á þann mánuð,“ segir í tilkynningu.

Upplýsingarnar gefa því ekki nákvæma mynd um ferðakostnað þingmanna í janúar.

Frétt mbl.is: Keyrði bara 2.000 kílómetra í janúar

Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér sundurliðun vegna endurgreidds ferðakostnaðar, annars vegar fyrir síðari hluta ársins 2017 og hins vegar vegna janúar 2018 sem sjá má á mynd hér að neðan.

Tafla/Skrifstofa Alþingis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert