Ekki uppselt á Ísland-Argentína

Íslenska landsliðið í knattspyrnu.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu. mbl.is/Golli

Ekki er uppselt á leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi í sumar. Þetta kemur fram í svari Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, við fyrirspurn KSÍ.

 

 

Nýr miðasölugluggi vegna HM var opnaður klukkan 9 í morgun.

Fram kom í gær að til sölu verða miðar á alla leiki keppninnar, nema úrslitaleikinn og leik Íslands og Argentínu.

„Vegna þess að núverandi miðasölugluggi er háður því að greiðslur gangi í gegn, auk þess sem einhverjir hópar gætu skilað sínum miðum þá er mögulegt að miðar á leik Argentínu og Íslands verði fáanlegir á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í útskýringum FIFA.

„Þess vegna er mikilvægt að hafa í huga að þegar talað er um að uppselt sé á leikinn þá gætu knattspyrnuaðdáendur misskilið það vegna þess að hlutirnir geta enn breyst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert