Aðstandendur Hauks funda með Guðlaugi

Frá fundinum í utanríkisráðuneytinu.
Frá fundinum í utanríkisráðuneytinu. mblo.is/Eggert

Um klukkan 15 hófst fundur í húsakynnum utanríkisráðuneytisins, þar sem fimm aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa látist í Sýrlandi í lok febrúar, sitja með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og fara yfir stöðuna. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, tekur einnig þátt í fundinum með myndsímtali, en hún býr erlendis.

Guðlaugur Þór tekur í höndina á föður Hauks.
Guðlaugur Þór tekur í höndina á föður Hauks. mbl.is/Eggert

Hún átti fund með borg­araþjón­ust­unni í gær og greina fjölskylda og aðstandendur Hauks frá því í fréttatilkynningu í dag að ráðuneytið hafi þá verið búið að setja sig í sam­band við ýmis sendi­ráð og ræðis­menn um víða ver­öld, en hefði eng­ar til­raun­ir gert til að ná beinu sam­bandi við ráðuneyti í Tyrklandi, hernaðar­yf­ir­völd eða lög­reglu.

Frá fundinum í utanríkisráðuneytinu.
Frá fundinum í utanríkisráðuneytinu. mbl.is/Eggert

„Svo virðist sem ráðuneytið sé að bíða eft­ir því að ræðis­menn hingað og þangað rann­saki málið eft­ir sín­um eig­in leiðum. Eng­in svör hafa feng­ist með því móti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt aðstoðarmanni sínum Borgari Þór Einarssyni á …
Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt aðstoðarmanni sínum Borgari Þór Einarssyni á fundinum. mbl.is/Eggert

Fjölskyldan er ósátt við þetta og fer fram á að ut­an­rík­is­ráðherra sjái til þess að haft verði beint sam­band við yf­ir­völd í Tyrklandi og NATO og upp­lýs­inga aflað um það hvort Hauk­ur er lífs eða liðinn.

mbl.is/Eggert

Aðstandendur Hauks vilja einnig tryggja að ef Tyrk­ir séu með líkamsleifar hans, líkt og hermt hefur verið, sjái ut­an­rík­is­ráðherra til þess að þær verði send­ar til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert