Gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi

Búast má við snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum fram eftir degi, segir í athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar en gul viðvörun er á Suðurlandi og Suðausturlandi.

„Í dag er áfram búist við hvassri austanátt með nokkuð byljóttu veðri undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli og í Öræfum. Þá er útlit fyrir éljaloft austantil en heldur meiri úrkomu síðdegis og í kvöld, líklega slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla.

Helstu breytingar næstu daga eru þó þær að mildara loft færist smám saman til norðurs yfir landið, og með því aukin úrkoma á sunnanverðu landinu þar sem hefur verið mjög þurrt undanfarið.

Á morgun gæti hiti náð 6 stigum víða þó að  enn verði vægt frost á Norðurlandi en á fimmtudag ætti hlýja loftið að hafa yfirhöndina á öllu landinu og þá er búist við einhverri rigningu í flestum landshlutum og nokkurri snjóbráð, mest suðaustan- og austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Fram undir hádegi í dag má búast við byljóttum vindi og hviðum allt að 35-40 m/s undir A -Eyjafjöllum, og á Reynisfjalli. Einnig í Öræfum við Sandfell og Svínafell, segir á vef Vegagerðarinnar.

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru að mestu greiðfærir en hálkublettir eru þó á köflum á Suðurnesjum. Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir í Borgarfirði en hálkublettir eða hálka á Snæfellsnesi og í Dölum. Það er hálka, hálkublettir á vegum á Vestfjörðum.

Vegir eru nánast auðir í Húnavatnssýslu en hálkublettir á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir víða í Skagafirði.  Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en greiðfært er að mestu með suðausturströndinni.

Veðurspá fyrir næstu daga

Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en 15-23 syðst á landinu og í Öræfum fram eftir degi og aftur síðdegis á morgun. Skýjað með köflum um landið vestan- og norðanvert, en skýjað og dálítil él eða slydduél suðaustan- og austanlands. Bætir í úrkomu síðdegis, snjókoma eða slydda í kvöld en síðan rigning á láglendi. Allvíða frostlaust yfir daginn á Suður- og Vesturlandi, annars frost að 10 stigum, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Hlýnar í flestum landshlutum á morgun, og hiti 1 til 6 stig en áfram vægt frost á Norðurlandi og dálítil él um tíma.

Á miðvikudag:

Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Slydda eða rigning með köflum, einkum sunnan- og austanlands og hiti 1 til 6 stig. Dálítil snjókoma um tíma norðantil á landinu og vægt frost þar. 

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Lengst af rigning en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. 

Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað víðast hvar og dálítil væta en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag og mánudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt. Kólnar í veðri og frystir með lítilsháttar éljum um landið norðaustanvert en mildara og úrkomulítið sunnan- og vestanlands.

mbl.is

Innlent »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Tekjur skila ekki stofnkostnaðinum

05:30 Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey á Alþingi 19. mars síðastliðinn kom fram að Umhverfisstofnun gerir ekki ráð fyrir því að þjónustugjald, að upphæð 200 kr., geti skilað stofnkostnaði til baka. Meira »

Stefnt að sókn á öllum sviðum

Í gær, 23:25 „Þessi stefna ber með sér að það árar vel hjá ríkinu og það er stefnt að sókn á öllum sviðum á sama tíma og skuldir lækka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um nýsamþykkta fjármálastefnu ríkisins. Meira »

Listasafn á hjara veraldar

Í gær, 22:03 Aðeins fjórtán dagar eru eftir í söfnun Félags um Listasafn Samúels í Selárdal. Söfnuninni lýkur á miðnætti þann 4. apríl og vantar um 33% upp á það fjármagn sem þarf fyrir næsta áfanga í endurreisn þessa einstaka safns á hjara veraldar. Meira »

Ómar leiðir lista Fyrir Kópavog

Í gær, 21:30 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna dagana 20.-21. mars. Ómar Stefánsson leiðir listann. Meira »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...