Gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi

Búast má við snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum fram eftir degi, segir í athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar en gul viðvörun er á Suðurlandi og Suðausturlandi.

„Í dag er áfram búist við hvassri austanátt með nokkuð byljóttu veðri undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli og í Öræfum. Þá er útlit fyrir éljaloft austantil en heldur meiri úrkomu síðdegis og í kvöld, líklega slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla.

Helstu breytingar næstu daga eru þó þær að mildara loft færist smám saman til norðurs yfir landið, og með því aukin úrkoma á sunnanverðu landinu þar sem hefur verið mjög þurrt undanfarið.

Á morgun gæti hiti náð 6 stigum víða þó að  enn verði vægt frost á Norðurlandi en á fimmtudag ætti hlýja loftið að hafa yfirhöndina á öllu landinu og þá er búist við einhverri rigningu í flestum landshlutum og nokkurri snjóbráð, mest suðaustan- og austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Fram undir hádegi í dag má búast við byljóttum vindi og hviðum allt að 35-40 m/s undir A -Eyjafjöllum, og á Reynisfjalli. Einnig í Öræfum við Sandfell og Svínafell, segir á vef Vegagerðarinnar.

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru að mestu greiðfærir en hálkublettir eru þó á köflum á Suðurnesjum. Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir í Borgarfirði en hálkublettir eða hálka á Snæfellsnesi og í Dölum. Það er hálka, hálkublettir á vegum á Vestfjörðum.

Vegir eru nánast auðir í Húnavatnssýslu en hálkublettir á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir víða í Skagafirði.  Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en greiðfært er að mestu með suðausturströndinni.

Veðurspá fyrir næstu daga

Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en 15-23 syðst á landinu og í Öræfum fram eftir degi og aftur síðdegis á morgun. Skýjað með köflum um landið vestan- og norðanvert, en skýjað og dálítil él eða slydduél suðaustan- og austanlands. Bætir í úrkomu síðdegis, snjókoma eða slydda í kvöld en síðan rigning á láglendi. Allvíða frostlaust yfir daginn á Suður- og Vesturlandi, annars frost að 10 stigum, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Hlýnar í flestum landshlutum á morgun, og hiti 1 til 6 stig en áfram vægt frost á Norðurlandi og dálítil él um tíma.

Á miðvikudag:

Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Slydda eða rigning með köflum, einkum sunnan- og austanlands og hiti 1 til 6 stig. Dálítil snjókoma um tíma norðantil á landinu og vægt frost þar. 

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Lengst af rigning en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. 

Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað víðast hvar og dálítil væta en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag og mánudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt. Kólnar í veðri og frystir með lítilsháttar éljum um landið norðaustanvert en mildara og úrkomulítið sunnan- og vestanlands.

mbl.is

Innlent »

Leikið í anda vináttu og ástar

17:25 „Fótbolti er vinátta,“ segir Håkan Juholt sendiherra Svía hér á landi í samtali við mbl.is. Sendiráð Svíþjóðar og Þýskalands mættust í knattspyrnuleik í Hljómskálagarðinum í dag í tilefni af því að þjóðirnar takast á í heimsmeistarakeppninni í Rússlandi í kvöld. Meira »

Grunur um ölvunarakstur í Kömbunum

17:12 Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um umferðarslys í Kömbunum rétt eftir hádegi í dag. Enginn slasaðist í árekstrinum en ökumaður annars bílsins er grunaður um ölvunarakstur og er í fangageymslu lögreglu. Meira »

Slá þrjár flugur í einu höggi

17:07 Þau Þorbjörg Sandra Bakke og Fannar Ásgrímsson halda þrefalda veislu í dag. Tilefnin eru öll af stærri gerðinni en bæði Þorbjörg og Fannar útskrifast úr Háskóla Íslands í dag en verða ekki viðstödd útskriftarathöfnina þar sem þau ætla einnig að ganga í það heilaga í dag. Meira »

Dæmt til að greiða 58 milljónir

16:26 Þrotabú Pressunnar hefur verið dæmt til að greiða Útverði tæpar 58 milljónir króna vegna kaupa á DV ehf. fyrir fjórum árum. Seljendur DV veittu Pressunni lán fyrir kaupum á félaginu en tókst ekki að fá skuldina greidda þrátt fyrir tilraunir til innheimtu. Meira »

Flugvélin var ofhlaðin

15:39 Flugvél, sem fljúga átti frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en brotlenti innarlega í Barkárdal 9. ágúst 2015, með þeim afleiðingum að einn lést og annar slasaðist alvarlega, var ofhlaðin. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gefið hefur út skýrslu um slysið. Meira »

Líkfundur í Ölfusá

13:12 Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst fyrir landi Arnarbælis í Ölfusi í morgun.   Meira »

Sótti mann sem féll af hestbaki

11:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á Snæfellsnes fyrr í dag vegna karlmanns sem slasaðist við fall af hestbaki. Vegna alvarleika áverka mannsins var talið öruggara að kalla út þyrluna en að flytja hann með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Rigning, skúrir og væta

11:40 Rigning eða skúrir. Dálitlar skúrir. Rigning. Rigning. Væta. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem Veðurstofan notar í textaspám sínum til að lýsa veðrinu á landinu næstu daga. Þá er líka von á hvassviðri. Meira »

Styðja þarf betur við íslenska námsmenn

11:23 Háskólarektor benti á ræðu sinni í dag að íslenskir háskólanemar vinni meira en samnemendur þeirra í Evrópu. „Þeir virðast líka leggja harðar að sér í náminu. Þá eru þeir almennt eldri, eiga fleiri börn og eru líklegri til að vera í sambúð.“ Meira »

Leita verðmæta í skipsflaki

09:46 Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden Meira »

Ásmundur Friðriks á sjó í viku

09:37 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.  Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

09:23 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Um 2.000 kandídatar útskrifast frá HÍ

09:14 Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag í Laugardalshöll og líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær. Meira »

Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

08:57 Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Meira »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Stólar á pallinn
Erum að smíða stóla og borð í sumarbústaðinn eða á pallinn skoðið heimasíðuna...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....