Gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi

Búast má við snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum fram eftir degi, segir í athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar en gul viðvörun er á Suðurlandi og Suðausturlandi.

„Í dag er áfram búist við hvassri austanátt með nokkuð byljóttu veðri undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli og í Öræfum. Þá er útlit fyrir éljaloft austantil en heldur meiri úrkomu síðdegis og í kvöld, líklega slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla.

Helstu breytingar næstu daga eru þó þær að mildara loft færist smám saman til norðurs yfir landið, og með því aukin úrkoma á sunnanverðu landinu þar sem hefur verið mjög þurrt undanfarið.

Á morgun gæti hiti náð 6 stigum víða þó að  enn verði vægt frost á Norðurlandi en á fimmtudag ætti hlýja loftið að hafa yfirhöndina á öllu landinu og þá er búist við einhverri rigningu í flestum landshlutum og nokkurri snjóbráð, mest suðaustan- og austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Fram undir hádegi í dag má búast við byljóttum vindi og hviðum allt að 35-40 m/s undir A -Eyjafjöllum, og á Reynisfjalli. Einnig í Öræfum við Sandfell og Svínafell, segir á vef Vegagerðarinnar.

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru að mestu greiðfærir en hálkublettir eru þó á köflum á Suðurnesjum. Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir í Borgarfirði en hálkublettir eða hálka á Snæfellsnesi og í Dölum. Það er hálka, hálkublettir á vegum á Vestfjörðum.

Vegir eru nánast auðir í Húnavatnssýslu en hálkublettir á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir víða í Skagafirði.  Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en greiðfært er að mestu með suðausturströndinni.

Veðurspá fyrir næstu daga

Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en 15-23 syðst á landinu og í Öræfum fram eftir degi og aftur síðdegis á morgun. Skýjað með köflum um landið vestan- og norðanvert, en skýjað og dálítil él eða slydduél suðaustan- og austanlands. Bætir í úrkomu síðdegis, snjókoma eða slydda í kvöld en síðan rigning á láglendi. Allvíða frostlaust yfir daginn á Suður- og Vesturlandi, annars frost að 10 stigum, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Hlýnar í flestum landshlutum á morgun, og hiti 1 til 6 stig en áfram vægt frost á Norðurlandi og dálítil él um tíma.

Á miðvikudag:

Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Slydda eða rigning með köflum, einkum sunnan- og austanlands og hiti 1 til 6 stig. Dálítil snjókoma um tíma norðantil á landinu og vægt frost þar. 

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Lengst af rigning en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. 

Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað víðast hvar og dálítil væta en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag og mánudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt. Kólnar í veðri og frystir með lítilsháttar éljum um landið norðaustanvert en mildara og úrkomulítið sunnan- og vestanlands.

mbl.is

Innlent »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »

Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum

Í gær, 18:45 Borgarráð hefur samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði og fjölga til muna smáhýsum fyrir utangarðsfólk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Vildi ekki greiðslu frá hetju Vals

Í gær, 18:40 Eusébio da Silva Ferreira var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á HM í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli fyrir um 50 árum. Meira »

Óvæntur gestur í laxateljara

Í gær, 18:10 Laxateljarar á vegum Hafrannsóknastofnunar eru í alla vega 14 ám víða um land og þar af eru myndavélateljarar í níu ám. Þeir taka upp myndband af löxum þegar þeir fara í gegnum teljara til að bæta greiningu, meðal annars hvort um sé að ræða merkta eða ómerkta fiska og hvort eitthvað sé um eldislax. Meira »

Undirrituðu samning um Heimilisfrið

Í gær, 17:53 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Andrés Proppé Ragnarsson, sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs. Meira »

Fá ekki að rifta kaupum vegna myglu

Í gær, 17:40 Hæstiréttur staðfesti í dag þann dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í febrúar á síðasta ári að kaupsamningi um fasteign í Garðabæ verði ekki rift vegna galla og að kaupendum beri að greiða seljanda eftirstöðvar af kaupverði eignarinnar. Meira »

Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Í gær, 17:27 „Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkviliðsstöðvar, sem virðist vera umdeild í Eyjum. Meira »

Féll af þaki Byko og lést

Í gær, 17:06 Karlmaður á fimmtugsaldri féll af þaki verslunarinnar Byko við Skemmuveg í Kópavogi 13. ágúst er hann var þar að störfum og lést af sárum sínum um tveimur vikum síðar. Meira »

Eltur af manni í Armani-bol

Í gær, 16:47 Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem grunaður er um að hafa verið einn þeirra sem stórslösuðu dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti í lok ágúst er atburðarásinni þetta kvöld lýst frá sjónarhorni vitna. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira »

Kaupum á 2,34 frestað

Í gær, 16:27 Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka. Meira »

Fyrrverandi starfsmaður fær 3 mánaða laun

Í gær, 16:13 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember á síðasta ári, um að vinnuveitandi skuli greiða fyrrverandi starfsmanni þriggja mánaða laun auk orlofs þar sem ósannað þykir að ráðningarsambandi hafi verið slitið þegar starfsmaðurinn varð óvinnufær vegna veikinda á meðgöngu. Meira »