Hópur skipaður um framtíð skíðasvæða

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, hefur samþykkt að skipa sérstakan verkefnahóp til að vinna áfram með drög að framtíðarsýn um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til ársins 2030.

Þetta kemur fram í tilkynningu

Hlutverk hópsins er að móta ítarlega tillögu að aðgerða- og framkvæmdaáætlun sem byggi á drögum að framtíðarsýn fyrir stjórn SSH sem leggja þarf fyrir sveitarfélögin til afgreiðslu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og gerð þriggja ára áætlana, samkvæmt því sem kemur fram í erindisbréfi verkefnahópsins

Samhliða skal hópurinn greina hvaða breytingar eru nauðsynlegar á núverandi samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna vegna framkvæmda og reksturs sem af tillögunum leiðir.

Krakkar á skíðum í Bláfjöllum.
Krakkar á skíðum í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert

Fullmótaðar niðurstöður í lok ágúst

Á haustmánuðum 2017 fór fram stefnumótun um framtíðarsýn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. 

Í febrúar var stefnumótunin kynnt fyrir stjórn SSH.

Stefnumótunin var í framhaldinu kynnt í borgarráði Reykjavíkur og bæjarráðum hinna fimm sveitarfélagana sem sameiginlega eiga og reka skíðasvæðin, að því er segir í erindisbréfinu.

Einnig var fundað með Skíðaráði Reykjavíkur og aðilum sem eiga hagsmuna að gæta á skíðasvæðunum.

Skipun verkefnahópsins var svo ákveðin á fundi stjórnar SSH í síðustu viku.

Verkefnahópinn skipa sviðsstjóri ÍTR, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri SSH.

Hópurinn skal skila niðurstöðum og tillögum til stjórnar SSH í tveimur áföngum. Annars vegar áfangaskýrslu fyrir lok maí og fullmótuðum niðurstöðum eigi síðar en í lok ágúst næstkomandi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkefni hópsins:

  1. Samstarf við Kópavogsbæ vegna áframhaldandi vinnu deiliskipulag fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum og yfirferð á stöðu deiliskipulagsvinnu í Skálafelli.
  2. Gerð ítarlegrar framkvæmdaáætlunar og tillögu að forgagnsröðun og áfangaskiptingu og mat á áhrifum á rekstur skíðasvæðanna. Í þeirri vinnu verði m.a. horft til nauðsynlegra mótvægisaðgerða v. vatnsverndar.
  3. Gerð tillögu að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna í samræmi við niðurstöður í lið 1 og lið 2.

Heimilt er að kalla til utanaðkomandi ráðgjafa vegna ofangreindra verkefna eftir því sem þörf er á.

mbl.is

Innlent »

Elísabet nýr formaður Stúdentaráðs

21:05 Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Meira »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu - Sumarpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir sumarsendingar 2018. Húsin eru áætluð til afh...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...