Hópur skipaður um framtíð skíðasvæða

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, hefur samþykkt að skipa sérstakan verkefnahóp til að vinna áfram með drög að framtíðarsýn um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til ársins 2030.

Þetta kemur fram í tilkynningu

Hlutverk hópsins er að móta ítarlega tillögu að aðgerða- og framkvæmdaáætlun sem byggi á drögum að framtíðarsýn fyrir stjórn SSH sem leggja þarf fyrir sveitarfélögin til afgreiðslu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og gerð þriggja ára áætlana, samkvæmt því sem kemur fram í erindisbréfi verkefnahópsins

Samhliða skal hópurinn greina hvaða breytingar eru nauðsynlegar á núverandi samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna vegna framkvæmda og reksturs sem af tillögunum leiðir.

Krakkar á skíðum í Bláfjöllum.
Krakkar á skíðum í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert

Fullmótaðar niðurstöður í lok ágúst

Á haustmánuðum 2017 fór fram stefnumótun um framtíðarsýn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. 

Í febrúar var stefnumótunin kynnt fyrir stjórn SSH.

Stefnumótunin var í framhaldinu kynnt í borgarráði Reykjavíkur og bæjarráðum hinna fimm sveitarfélagana sem sameiginlega eiga og reka skíðasvæðin, að því er segir í erindisbréfinu.

Einnig var fundað með Skíðaráði Reykjavíkur og aðilum sem eiga hagsmuna að gæta á skíðasvæðunum.

Skipun verkefnahópsins var svo ákveðin á fundi stjórnar SSH í síðustu viku.

Verkefnahópinn skipa sviðsstjóri ÍTR, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri SSH.

Hópurinn skal skila niðurstöðum og tillögum til stjórnar SSH í tveimur áföngum. Annars vegar áfangaskýrslu fyrir lok maí og fullmótuðum niðurstöðum eigi síðar en í lok ágúst næstkomandi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkefni hópsins:

  1. Samstarf við Kópavogsbæ vegna áframhaldandi vinnu deiliskipulag fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum og yfirferð á stöðu deiliskipulagsvinnu í Skálafelli.
  2. Gerð ítarlegrar framkvæmdaáætlunar og tillögu að forgagnsröðun og áfangaskiptingu og mat á áhrifum á rekstur skíðasvæðanna. Í þeirri vinnu verði m.a. horft til nauðsynlegra mótvægisaðgerða v. vatnsverndar.
  3. Gerð tillögu að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna í samræmi við niðurstöður í lið 1 og lið 2.

Heimilt er að kalla til utanaðkomandi ráðgjafa vegna ofangreindra verkefna eftir því sem þörf er á.

mbl.is

Innlent »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...