Hópur skipaður um framtíð skíðasvæða

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, hefur samþykkt að skipa sérstakan verkefnahóp til að vinna áfram með drög að framtíðarsýn um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til ársins 2030.

Þetta kemur fram í tilkynningu

Hlutverk hópsins er að móta ítarlega tillögu að aðgerða- og framkvæmdaáætlun sem byggi á drögum að framtíðarsýn fyrir stjórn SSH sem leggja þarf fyrir sveitarfélögin til afgreiðslu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og gerð þriggja ára áætlana, samkvæmt því sem kemur fram í erindisbréfi verkefnahópsins

Samhliða skal hópurinn greina hvaða breytingar eru nauðsynlegar á núverandi samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna vegna framkvæmda og reksturs sem af tillögunum leiðir.

Krakkar á skíðum í Bláfjöllum.
Krakkar á skíðum í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert

Fullmótaðar niðurstöður í lok ágúst

Á haustmánuðum 2017 fór fram stefnumótun um framtíðarsýn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. 

Í febrúar var stefnumótunin kynnt fyrir stjórn SSH.

Stefnumótunin var í framhaldinu kynnt í borgarráði Reykjavíkur og bæjarráðum hinna fimm sveitarfélagana sem sameiginlega eiga og reka skíðasvæðin, að því er segir í erindisbréfinu.

Einnig var fundað með Skíðaráði Reykjavíkur og aðilum sem eiga hagsmuna að gæta á skíðasvæðunum.

Skipun verkefnahópsins var svo ákveðin á fundi stjórnar SSH í síðustu viku.

Verkefnahópinn skipa sviðsstjóri ÍTR, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri SSH.

Hópurinn skal skila niðurstöðum og tillögum til stjórnar SSH í tveimur áföngum. Annars vegar áfangaskýrslu fyrir lok maí og fullmótuðum niðurstöðum eigi síðar en í lok ágúst næstkomandi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkefni hópsins:

  1. Samstarf við Kópavogsbæ vegna áframhaldandi vinnu deiliskipulag fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum og yfirferð á stöðu deiliskipulagsvinnu í Skálafelli.
  2. Gerð ítarlegrar framkvæmdaáætlunar og tillögu að forgagnsröðun og áfangaskiptingu og mat á áhrifum á rekstur skíðasvæðanna. Í þeirri vinnu verði m.a. horft til nauðsynlegra mótvægisaðgerða v. vatnsverndar.
  3. Gerð tillögu að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna í samræmi við niðurstöður í lið 1 og lið 2.

Heimilt er að kalla til utanaðkomandi ráðgjafa vegna ofangreindra verkefna eftir því sem þörf er á.

mbl.is

Innlent »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

11:13 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hafa áhyggjur af gæðum offituaðgerða

11:52 Landlæknir telur ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum og öryggi skurðaðgerða við offitu og eftirmeðferðar slíkra aðgerða. Enn fremur telur landlæknir ástæða til að hafa áhyggjur af sjúklingum sem velja að fara í slíkar aðgerðir án nægilegs undirbúnings og eftirlits. Meira »

Stærstu þotunni snúið til Keflavíkur

10:46 Airbus A380 farþegaþota flugfélagsins Etihad Airways lenti á Keflavíkurflugvelli nú morgun með veikan farþega. Vélin var á leið frá Abu Dhabi til New York þegar farþeginn veiktist og var þá ákveðið að lenda hér. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims og getur tekið allt að 853 farþega. Meira »

Hlýrra í Reykjavík en víða í Evrópu

10:18 Það er einstaklega ánægjulegt, verandi á Íslandi, að skoða hitastigið í nokkrum borgum Evrópu og víðar nú í morgun. Hitinn í Reykjavík klukkan 10 var 5°C og því hlýrra í höfuðborginni okkar en í Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

10:01 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

10:00 Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Meira »

Rómantískt hælsæri

09:31 Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Meira »

Nýir talsmenn barna á Alþingi

08:53 Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerast talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Meira »

Ekki gras á öllum þökum á Hlíðarenda

08:18 Fallið verður frá þeim skilmálum að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíðarendasvæðinu verði að vera með grasflatir á þökum. Það verður valkvætt. Meira »

Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

08:57 Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakkasléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku. Meira »

Styrkt fyrir 340 milljónir króna

08:37 Um 341 milljón króna hefur verið úthlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018, en alls voru veittir 215 styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki. Meira »

Áfram hlýtt í veðri

06:49 Fremur hæg sunnanátt í dag og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjað í öðrum landshlutum en þurrt að mestu.  Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...