Hópur skipaður um framtíð skíðasvæða

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, hefur samþykkt að skipa sérstakan verkefnahóp til að vinna áfram með drög að framtíðarsýn um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til ársins 2030.

Þetta kemur fram í tilkynningu

Hlutverk hópsins er að móta ítarlega tillögu að aðgerða- og framkvæmdaáætlun sem byggi á drögum að framtíðarsýn fyrir stjórn SSH sem leggja þarf fyrir sveitarfélögin til afgreiðslu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og gerð þriggja ára áætlana, samkvæmt því sem kemur fram í erindisbréfi verkefnahópsins

Samhliða skal hópurinn greina hvaða breytingar eru nauðsynlegar á núverandi samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna vegna framkvæmda og reksturs sem af tillögunum leiðir.

Krakkar á skíðum í Bláfjöllum.
Krakkar á skíðum í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert

Fullmótaðar niðurstöður í lok ágúst

Á haustmánuðum 2017 fór fram stefnumótun um framtíðarsýn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. 

Í febrúar var stefnumótunin kynnt fyrir stjórn SSH.

Stefnumótunin var í framhaldinu kynnt í borgarráði Reykjavíkur og bæjarráðum hinna fimm sveitarfélagana sem sameiginlega eiga og reka skíðasvæðin, að því er segir í erindisbréfinu.

Einnig var fundað með Skíðaráði Reykjavíkur og aðilum sem eiga hagsmuna að gæta á skíðasvæðunum.

Skipun verkefnahópsins var svo ákveðin á fundi stjórnar SSH í síðustu viku.

Verkefnahópinn skipa sviðsstjóri ÍTR, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri SSH.

Hópurinn skal skila niðurstöðum og tillögum til stjórnar SSH í tveimur áföngum. Annars vegar áfangaskýrslu fyrir lok maí og fullmótuðum niðurstöðum eigi síðar en í lok ágúst næstkomandi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkefni hópsins:

  1. Samstarf við Kópavogsbæ vegna áframhaldandi vinnu deiliskipulag fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum og yfirferð á stöðu deiliskipulagsvinnu í Skálafelli.
  2. Gerð ítarlegrar framkvæmdaáætlunar og tillögu að forgagnsröðun og áfangaskiptingu og mat á áhrifum á rekstur skíðasvæðanna. Í þeirri vinnu verði m.a. horft til nauðsynlegra mótvægisaðgerða v. vatnsverndar.
  3. Gerð tillögu að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna í samræmi við niðurstöður í lið 1 og lið 2.

Heimilt er að kalla til utanaðkomandi ráðgjafa vegna ofangreindra verkefna eftir því sem þörf er á.

mbl.is

Innlent »

Sérfræðilæknir lagði ríkið

13:57 Íslenska ríkið tapaði í dag máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem sérfræðilæknirinn Alma Gunnarsdóttir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands um að hafna henni um aðild að rammasamningi. Meira »

Þyrlan kölluð út vegna slyss á Snæfellsnesi

12:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir hádegi vegna slyss sem varð við Kirkjufell á Snæfellsnesi nú í morgun er maður féll í fjallinu. Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu með þyrlunni frá Reykjavík og þá hafa björgunarsveitir á Snæfellsnesi verið að fylgja samferðafólki hins slasaða niður. Meira »

Ekki framsækin sáttatillaga

11:47 Anna Sigrún Baldursdóttir, ritari Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala, segir að tillaga Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sé ekki framsækin sáttatillaga, eins og Eyþór sjálfur lýsir henni í frétt Morgunblaðsins í dag. Meira »

Ósk Bjarna tekin fyrir annað kvöld

11:36 Tveir starfsmannafundir hafa verið haldnir hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá því að tilkynnt var um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fram­kvæmda­stjóra Orku náttúrunnar, vegna óviðeig­andi fram­komu gagn­vart starfs­fólki. Meira »

Sigmundur spyr um ráðgjafastörf

11:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem þeir eru inntir svara vegna starfa sérfræðinga og annarra ráðgjafa á vegum ráðuneyta þeirra. Meira »

Líklega bara toppurinn á ísjakanum

11:15 „Ég skynja mjög mikinn kraft í atvinnulífinu en ég held því miður að þetta geti verið bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, stjórnarkona FKA, félags kvenna í atvinnulífinu. Meira »

Ákærðir fyrir líkamsárás í Tryggvagötu

10:31 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá menn á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Tryggvagötu í apríl 2015. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa saman veist með ofbeldi að öðrum manni á þrítugsaldri. Meira »

Samfylkingin með tæplega 20% fylgi

10:01 Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú 19,8% og hefur aukist um rúmlega þrjú prósentustig frá því í síðasta mánuði. Þá hefur stuðningur við Vinstri græn aukist úr 8,8% í 11,1% og við Miðflokkinn úr 10,3% í 10,8%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn með 21,3% fylgi. Meira »

Kynntu íslenskar lausnir í Rússlandi

09:12 Íslandsstofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Rússlandi, tók á dögunum þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia í Sankti Pétursborg. Meira »

Kláraði sögulegt maraþon

08:18 „Þetta var æðislegt.  Meira »

Fyrsti snjórinn við Frostastaðavatn

07:57 Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið. Meira »

Norðanáttin allhvöss á Vestfjörðum

07:46 Norðaustanátt verður á landinu í dag og verður hún allhvöss á Vestfjörðum og Ströndum, en mun hægari annars staðar. Á morgun kemur síðan kröpp lægð milli Íslands og Skotlands og þá herðir heldur á vindi um land allt og kólnar fyrir norðan. Meira »

Stimpluð vegna vanþekkingar

06:52 Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað er settur stimp­ill á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir. Meira »

Fóru inn um glugga og stálu áfengi

06:11 Ungur maður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir miðnætti og er hann grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þá var farið inn um glugga á íbúðarhúsi í hverfinu og áfengi stolið. Meira »

Starfsfólki fjölgað um 59% á 5 árum

05:30 Alls störfuðu 3.216 manns í Gömlu höfninni í Reykjavík í sumar. Þetta er niðurstaða reglulegrar könnunar á vegum Faxaflóahafna og sýnir hún mikinn uppgang á hafnarsvæðinu. Meira »

Vill eyða lagalegri óvissu

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra í því skyni að reyna að eyða lagalegri óvissu um það hvort umskurður á kynfærum drengja sé í raun leyfilegur. Meira »

Mast greiðir skaðabætur

05:30 Hjalti Andrason, fræðslustjóri rekstrarsviðs Matvælastofnunar, vísar því á bug að stofnunin sé að reyna að skorast undan því að greiða skaðabætur til fyrirtækisins Kræsinga (áður Gæðakokka) með því að fara fram á yfirmat dómkvaddra matsmanna. Meira »

Leituðu til borgarstjóra vegna brota

05:30 Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur óskað eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðamenningu hjá samstæðunni. Oddviti sjálfstæðismanna, segir upplýsingar hafa borist um að starfsmenn OR hafi leitað til borgarstjóra vegna brota gegn sér. Meira »

Eyþór með framsækna sáttatillögu

05:30 „Þetta er framsækið og þetta er líka sáttatillaga,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinnu í dag um tillögu sem hann hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Tillagan snýst um staðarval fyrir nýja sjúkrahúsbyggingu í Reykjavík. Meira »