Þingmönnum Bjartar framtíðar hótað

Theódóra segir að eftir á að hyggja hefði hún átt ...
Theódóra segir að eftir á að hyggja hefði hún átt að kæra hótanirnar til lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theódóra Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segist hafa verið orðin hrædd og litið í kringum sig þegar hún gekk út úr Alþingishúsinu eftir að hún fékk nafnlaus símtöl með hótunum í kjölfar þess að flokkurinn ákvað að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn síðasta haust. Þetta kom fram í viðtali við Theódóru í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Við fengum allskonar símtöl, fyrir og eftir slit. Við fengum mjög óæskileg símtöl. Það var verið að pikka í okkur. Sérstaklega eftir að við ákváðum að þetta væri ekki að ganga, að við gætum ekki tekið þátt í þessu út frá okkar prinsippum og við værum ekki að fara að vinna þarna í fjögur ár undir þessu.“

Theódóra sagði símtölin hafa verið ógnandi og henni hafi meðal annars verið sagt að hafa sig hæga því það væru barnaníðingar innan Bjartar framtíðar. Sagði hún Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmann flokksins, hafa fengið svipuð símtöl. En mál er varðaði uppreist æru barnaníðings var kornið sem fyllti mælinn í stjórnarsamstarfinu, að mati Bjartar framtíðar.

Ofsafengin viðbrögð

„Ég sinnti mínu starfi og kláraði þetta en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu því þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbað út úr þinghúsinu.“ Theódóra sagði að eftir á að hyggja hefði hún átt að kæra þessar hótanir og láta lögreglu rannsaka málið.

„Við ákváðum að draga ekki athyglina að þessum málum á þessum tímapunkti,“ sagði hún og átti þar við sig og Nichole. „Við ákváðum að gera það ekki og segja ekki frá því, en hvort það hafi verið rétt eða ekki veit ég ekki. En viðbrögðin, hvort sem þau voru frá þessum flokkum eða umhverfinu sem slíku, þau voru svo ofsafengin og komu af svo miklum krafti og miklu valdi að við áttum aldrei séns í þessari umræðu.“

Sagði hún flokkinn hafa verið fordæmdan fyrir ákvörðun sína að slíta samstarfinu og væri að uppskera það núna. „Við sitjum uppi með þetta og það er bara allt í lagi. Við erum ekki að stunda þessa brjálæðislegu flokkspólitík eins og fjórflokkurinn gerir, við þurfum ekki að viðhalda okkur. Við þurfum ekki að vera til af því við erum stofnun.“

Hótað og yfirheyrð af samstarfsflokki

Theódóra sagði þingmönnum Bjartar framtíðar einnig hafa verið hótað af Sjálfstæðisflokknum áður en til stjórnarslita kom. Meðal annars þegar Samfylkingin lagði fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum. „Þá var það alveg ljóst að ef við ætluðum okkur að styðja það mál þá væri þessi ríkisstjórn sprungin.“ Spurð út í það hvort stjórnarslitum hafi verið hótað sagði Theódóra: „Já, það var allavega gert.“

Þá hafi þingmenn flokksins, Theódóra og Nicole verið kallað til þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Sjálfstæðisflokknum. Sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa reynt að draga þau inn í ástandið eins það var. Þau hafi hins vegar viljað breytingar, breytt vinnubrögð.

„Það að það var talað yfir hausamótunum á okkur og okkur hótað þegar við komum með eitthvað sem við vorum til í að gera öðruvísi. Eitthvað sem við höfðum frumvæði að, þá vorum við bara svolítið tekin fyrir.“

Björt framtíð mun ekki bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor en Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árið hefði verið flokknum erfitt og að ákveðinnar mæðu gætti innan flokksins. Það hefur hins vegar verið staðfest að flokkurinn býður fram í Kópavogi, þar sem Theódóra er oddviti. Verið er að skoða með framboð í Hafnarfirði að hennar sögn og flokkurinn er í samstarfi í Garðabæ og á Akureyri.

mbl.is

Innlent »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »

Hafa áhyggjur af gæðum offituaðgerða

11:52 Landlæknir telur ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum og öryggi skurðaðgerða við offitu og eftirmeðferðar slíkra aðgerða. Enn fremur telur landlæknir ástæða til að hafa áhyggjur af sjúklingum sem velja að fara í slíkar aðgerðir án nægilegs undirbúnings og eftirlits. Meira »

Stærstu þotunni snúið til Keflavíkur

10:46 Airbus A380 farþegaþota flugfélagsins Etihad Airways lenti á Keflavíkurflugvelli nú morgun með veikan farþega. Vélin var á leið frá Abu Dhabi til New York þegar farþeginn veiktist og var þá ákveðið að lenda hér. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims og getur tekið allt að 853 farþega. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

11:13 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hlýrra í Reykjavík en víða í Evrópu

10:18 Það er einstaklega ánægjulegt, verandi á Íslandi, að skoða hitastigið í nokkrum borgum Evrópu og víðar nú í morgun. Hitinn í Reykjavík klukkan 10 var 5°C og því hlýrra í höfuðborginni okkar en í Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

10:01 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

10:00 Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Meira »

Rómantískt hælsæri

09:31 Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Meira »

Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

08:57 Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakkasléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku. Meira »

Styrkt fyrir 340 milljónir króna

08:37 Um 341 milljón króna hefur verið úthlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018, en alls voru veittir 215 styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki. Meira »

Áfram hlýtt í veðri

06:49 Fremur hæg sunnanátt í dag og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjað í öðrum landshlutum en þurrt að mestu.  Meira »

Nýir talsmenn barna á Alþingi

08:53 Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerast talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Meira »

Ekki gras á öllum þökum á Hlíðarenda

08:18 Fallið verður frá þeim skilmálum að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíðarendasvæðinu verði að vera með grasflatir á þökum. Það verður valkvætt. Meira »

Dekk losnaði undan strætó

06:25 Um klukkan hálf sjö í gærkvöldi losnaði dekk undan strætisvagni á Víkurvegi og lenti dekkið framan á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Lok á potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...