Þingmönnum Bjartar framtíðar hótað

Theódóra segir að eftir á að hyggja hefði hún átt ...
Theódóra segir að eftir á að hyggja hefði hún átt að kæra hótanirnar til lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theódóra Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segist hafa verið orðin hrædd og litið í kringum sig þegar hún gekk út úr Alþingishúsinu eftir að hún fékk nafnlaus símtöl með hótunum í kjölfar þess að flokkurinn ákvað að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn síðasta haust. Þetta kom fram í viðtali við Theódóru í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Við fengum allskonar símtöl, fyrir og eftir slit. Við fengum mjög óæskileg símtöl. Það var verið að pikka í okkur. Sérstaklega eftir að við ákváðum að þetta væri ekki að ganga, að við gætum ekki tekið þátt í þessu út frá okkar prinsippum og við værum ekki að fara að vinna þarna í fjögur ár undir þessu.“

Theódóra sagði símtölin hafa verið ógnandi og henni hafi meðal annars verið sagt að hafa sig hæga því það væru barnaníðingar innan Bjartar framtíðar. Sagði hún Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmann flokksins, hafa fengið svipuð símtöl. En mál er varðaði uppreist æru barnaníðings var kornið sem fyllti mælinn í stjórnarsamstarfinu, að mati Bjartar framtíðar.

Ofsafengin viðbrögð

„Ég sinnti mínu starfi og kláraði þetta en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu því þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbað út úr þinghúsinu.“ Theódóra sagði að eftir á að hyggja hefði hún átt að kæra þessar hótanir og láta lögreglu rannsaka málið.

„Við ákváðum að draga ekki athyglina að þessum málum á þessum tímapunkti,“ sagði hún og átti þar við sig og Nichole. „Við ákváðum að gera það ekki og segja ekki frá því, en hvort það hafi verið rétt eða ekki veit ég ekki. En viðbrögðin, hvort sem þau voru frá þessum flokkum eða umhverfinu sem slíku, þau voru svo ofsafengin og komu af svo miklum krafti og miklu valdi að við áttum aldrei séns í þessari umræðu.“

Sagði hún flokkinn hafa verið fordæmdan fyrir ákvörðun sína að slíta samstarfinu og væri að uppskera það núna. „Við sitjum uppi með þetta og það er bara allt í lagi. Við erum ekki að stunda þessa brjálæðislegu flokkspólitík eins og fjórflokkurinn gerir, við þurfum ekki að viðhalda okkur. Við þurfum ekki að vera til af því við erum stofnun.“

Hótað og yfirheyrð af samstarfsflokki

Theódóra sagði þingmönnum Bjartar framtíðar einnig hafa verið hótað af Sjálfstæðisflokknum áður en til stjórnarslita kom. Meðal annars þegar Samfylkingin lagði fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum. „Þá var það alveg ljóst að ef við ætluðum okkur að styðja það mál þá væri þessi ríkisstjórn sprungin.“ Spurð út í það hvort stjórnarslitum hafi verið hótað sagði Theódóra: „Já, það var allavega gert.“

Þá hafi þingmenn flokksins, Theódóra og Nicole verið kallað til þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Sjálfstæðisflokknum. Sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa reynt að draga þau inn í ástandið eins það var. Þau hafi hins vegar viljað breytingar, breytt vinnubrögð.

„Það að það var talað yfir hausamótunum á okkur og okkur hótað þegar við komum með eitthvað sem við vorum til í að gera öðruvísi. Eitthvað sem við höfðum frumvæði að, þá vorum við bara svolítið tekin fyrir.“

Björt framtíð mun ekki bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor en Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árið hefði verið flokknum erfitt og að ákveðinnar mæðu gætti innan flokksins. Það hefur hins vegar verið staðfest að flokkurinn býður fram í Kópavogi, þar sem Theódóra er oddviti. Verið er að skoða með framboð í Hafnarfirði að hennar sögn og flokkurinn er í samstarfi í Garðabæ og á Akureyri.

mbl.is

Innlent »

Sérfræðilæknir lagði ríkið

13:57 Íslenska ríkið tapaði í dag máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem sérfræðilæknirinn Alma Gunnarsdóttir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands um að hafna henni um aðild að rammasamningi. Meira »

Þyrlan kölluð út vegna slyss á Snæfellsnesi

12:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir hádegi vegna slyss sem varð við Kirkjufell á Snæfellsnesi nú í morgun er maður féll í fjallinu. Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu með þyrlunni frá Reykjavík og þá hafa björgunarsveitir á Snæfellsnesi verið að fylgja samferðafólki hins slasaða niður. Meira »

Ekki framsækin sáttatillaga

11:47 Anna Sigrún Baldursdóttir, ritari Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala, segir að tillaga Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sé ekki framsækin sáttatillaga, eins og Eyþór sjálfur lýsir henni í frétt Morgunblaðsins í dag. Meira »

Ósk Bjarna tekin fyrir annað kvöld

11:36 Tveir starfsmannafundir hafa verið haldnir hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá því að tilkynnt var um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fram­kvæmda­stjóra Orku náttúrunnar, vegna óviðeig­andi fram­komu gagn­vart starfs­fólki. Meira »

Sigmundur spyr um ráðgjafastörf

11:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem þeir eru inntir svara vegna starfa sérfræðinga og annarra ráðgjafa á vegum ráðuneyta þeirra. Meira »

Líklega bara toppurinn á ísjakanum

11:15 „Ég skynja mjög mikinn kraft í atvinnulífinu en ég held því miður að þetta geti verið bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, stjórnarkona FKA, félags kvenna í atvinnulífinu. Meira »

Ákærðir fyrir líkamsárás í Tryggvagötu

10:31 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá menn á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Tryggvagötu í apríl 2015. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa saman veist með ofbeldi að öðrum manni á þrítugsaldri. Meira »

Samfylkingin með tæplega 20% fylgi

10:01 Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú 19,8% og hefur aukist um rúmlega þrjú prósentustig frá því í síðasta mánuði. Þá hefur stuðningur við Vinstri græn aukist úr 8,8% í 11,1% og við Miðflokkinn úr 10,3% í 10,8%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn með 21,3% fylgi. Meira »

Kynntu íslenskar lausnir í Rússlandi

09:12 Íslandsstofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Rússlandi, tók á dögunum þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia í Sankti Pétursborg. Meira »

Kláraði sögulegt maraþon

08:18 „Þetta var æðislegt.  Meira »

Fyrsti snjórinn við Frostastaðavatn

07:57 Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið. Meira »

Norðanáttin allhvöss á Vestfjörðum

07:46 Norðaustanátt verður á landinu í dag og verður hún allhvöss á Vestfjörðum og Ströndum, en mun hægari annars staðar. Á morgun kemur síðan kröpp lægð milli Íslands og Skotlands og þá herðir heldur á vindi um land allt og kólnar fyrir norðan. Meira »

Stimpluð vegna vanþekkingar

06:52 Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað er settur stimp­ill á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir. Meira »

Fóru inn um glugga og stálu áfengi

06:11 Ungur maður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir miðnætti og er hann grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þá var farið inn um glugga á íbúðarhúsi í hverfinu og áfengi stolið. Meira »

Starfsfólki fjölgað um 59% á 5 árum

05:30 Alls störfuðu 3.216 manns í Gömlu höfninni í Reykjavík í sumar. Þetta er niðurstaða reglulegrar könnunar á vegum Faxaflóahafna og sýnir hún mikinn uppgang á hafnarsvæðinu. Meira »

Vill eyða lagalegri óvissu

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra í því skyni að reyna að eyða lagalegri óvissu um það hvort umskurður á kynfærum drengja sé í raun leyfilegur. Meira »

Mast greiðir skaðabætur

05:30 Hjalti Andrason, fræðslustjóri rekstrarsviðs Matvælastofnunar, vísar því á bug að stofnunin sé að reyna að skorast undan því að greiða skaðabætur til fyrirtækisins Kræsinga (áður Gæðakokka) með því að fara fram á yfirmat dómkvaddra matsmanna. Meira »

Leituðu til borgarstjóra vegna brota

05:30 Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur óskað eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðamenningu hjá samstæðunni. Oddviti sjálfstæðismanna, segir upplýsingar hafa borist um að starfsmenn OR hafi leitað til borgarstjóra vegna brota gegn sér. Meira »

Eyþór með framsækna sáttatillögu

05:30 „Þetta er framsækið og þetta er líka sáttatillaga,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinnu í dag um tillögu sem hann hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Tillagan snýst um staðarval fyrir nýja sjúkrahúsbyggingu í Reykjavík. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...