Þingmönnum Bjartar framtíðar hótað

Theódóra segir að eftir á að hyggja hefði hún átt ...
Theódóra segir að eftir á að hyggja hefði hún átt að kæra hótanirnar til lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theódóra Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segist hafa verið orðin hrædd og litið í kringum sig þegar hún gekk út úr Alþingishúsinu eftir að hún fékk nafnlaus símtöl með hótunum í kjölfar þess að flokkurinn ákvað að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn síðasta haust. Þetta kom fram í viðtali við Theódóru í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Við fengum allskonar símtöl, fyrir og eftir slit. Við fengum mjög óæskileg símtöl. Það var verið að pikka í okkur. Sérstaklega eftir að við ákváðum að þetta væri ekki að ganga, að við gætum ekki tekið þátt í þessu út frá okkar prinsippum og við værum ekki að fara að vinna þarna í fjögur ár undir þessu.“

Theódóra sagði símtölin hafa verið ógnandi og henni hafi meðal annars verið sagt að hafa sig hæga því það væru barnaníðingar innan Bjartar framtíðar. Sagði hún Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmann flokksins, hafa fengið svipuð símtöl. En mál er varðaði uppreist æru barnaníðings var kornið sem fyllti mælinn í stjórnarsamstarfinu, að mati Bjartar framtíðar.

Ofsafengin viðbrögð

„Ég sinnti mínu starfi og kláraði þetta en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu því þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbað út úr þinghúsinu.“ Theódóra sagði að eftir á að hyggja hefði hún átt að kæra þessar hótanir og láta lögreglu rannsaka málið.

„Við ákváðum að draga ekki athyglina að þessum málum á þessum tímapunkti,“ sagði hún og átti þar við sig og Nichole. „Við ákváðum að gera það ekki og segja ekki frá því, en hvort það hafi verið rétt eða ekki veit ég ekki. En viðbrögðin, hvort sem þau voru frá þessum flokkum eða umhverfinu sem slíku, þau voru svo ofsafengin og komu af svo miklum krafti og miklu valdi að við áttum aldrei séns í þessari umræðu.“

Sagði hún flokkinn hafa verið fordæmdan fyrir ákvörðun sína að slíta samstarfinu og væri að uppskera það núna. „Við sitjum uppi með þetta og það er bara allt í lagi. Við erum ekki að stunda þessa brjálæðislegu flokkspólitík eins og fjórflokkurinn gerir, við þurfum ekki að viðhalda okkur. Við þurfum ekki að vera til af því við erum stofnun.“

Hótað og yfirheyrð af samstarfsflokki

Theódóra sagði þingmönnum Bjartar framtíðar einnig hafa verið hótað af Sjálfstæðisflokknum áður en til stjórnarslita kom. Meðal annars þegar Samfylkingin lagði fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum. „Þá var það alveg ljóst að ef við ætluðum okkur að styðja það mál þá væri þessi ríkisstjórn sprungin.“ Spurð út í það hvort stjórnarslitum hafi verið hótað sagði Theódóra: „Já, það var allavega gert.“

Þá hafi þingmenn flokksins, Theódóra og Nicole verið kallað til þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Sjálfstæðisflokknum. Sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa reynt að draga þau inn í ástandið eins það var. Þau hafi hins vegar viljað breytingar, breytt vinnubrögð.

„Það að það var talað yfir hausamótunum á okkur og okkur hótað þegar við komum með eitthvað sem við vorum til í að gera öðruvísi. Eitthvað sem við höfðum frumvæði að, þá vorum við bara svolítið tekin fyrir.“

Björt framtíð mun ekki bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor en Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árið hefði verið flokknum erfitt og að ákveðinnar mæðu gætti innan flokksins. Það hefur hins vegar verið staðfest að flokkurinn býður fram í Kópavogi, þar sem Theódóra er oddviti. Verið er að skoða með framboð í Hafnarfirði að hennar sögn og flokkurinn er í samstarfi í Garðabæ og á Akureyri.

mbl.is

Innlent »

Elísabet nýr formaður Stúdentaráðs

21:05 Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Meira »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Heimili í borginni - Laust í apríl..
Til leigu 2-3ja herb. íbúdir fyrir fjölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda ges...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...