Andlát: Björn Hermannsson

Björn Hermannsson.
Björn Hermannsson.

Björn Hermannsson, fyrrverandi tollstjóri, lést að morgni þriðjudagsins 13. mars síðastliðinn, á nítugasta aldursári.

Björn fæddist á Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði 16. júní 1928, sonur Hermanns Jónssonar, bónda og hreppstjóra, og Elínar Lárusdóttur húsfreyju.

Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1955. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var á háskólaárum m.a. formaður Stúdentaráðs. Árið 1957 hóf hann störf í fjármálaráðuneytinu, fyrst sem fulltrúi og síðar skrifstofustjóri, þar til hann var skipaður tollstjóri í Reykjavík frá 1. janúar 1973. Því embætti gegndi hann til starfsloka 1998.

Eiginkona Björns er Ragna Þorleifsdóttir hjúkrunarkona, fædd í Hrísey 1929. Þau eignuðust fimm börn, Þorleif látinn, Þóru, Gústaf Adolf, Hermann og Jónas. Fyrir átti Björn, Lárus Má, nú látinn. Barnabörn eru 16 talsins og barnabarnabörn eru 11.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert