Atvinnumannaskírteinið í höfn

Hrönn Sigurðardóttir (til hægri) ásamt Ásrúnu Ösp Vilmundardóttur.
Hrönn Sigurðardóttir (til hægri) ásamt Ásrúnu Ösp Vilmundardóttur. Ljósmynd/Aðsend

Hrönn Sigurðardóttir átti stjörnuleik á Royal London Pro fitness-mótinu sem fram fór um helgina. Hún sigraði sinn flokk og hlaut þar af leiðandi hið eftirsótta atvinnumannaskírteini sem gerir henni kleift að keppa á atvinnumótum um allan heim. Þó nokkrir íslenskir keppendur tóku þátt á mótinu um helgina.

Frétt mbl.is: Ásrún Ösp vann fitnessmót í London

Hrönn segir í samtali við mbl.is að hún sé ekki viss hver næstu skref verða hjá henni. „Ég er svo nýkomin heim en þetta var stórkostleg, algjörlega frábær ferð og nú þarf ég bara að setjast niður með þjálfaranum mínum, Konráði Val Gíslasyni og ákveða framhaldið."

Hrönn ásamt Konráði Val Gíslasyni, þjálfara sínum.
Hrönn ásamt Konráði Val Gíslasyni, þjálfara sínum. Ljósmynd/Aðsend

Hrönn segir að úrslitin hafi komið henni virkilega á óvart. „Ég fæ kortið og það næsta sem ég veit er að ég er komin í mína fyrstu atvinnumannakeppni sem er auðvitað galið," segir Hrönn. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara náði Hrönn fimmta sæti á mótinu.

Þetta er í þriðja skipti sem Íslendingur vinnur sér inn IFBB Pro League atvinnumannaskírteini í fitness en áður hafa þær Margrét Gnarr og Ásrún Ösp Vilmundardóttir áunnið sér réttindin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert