Bílar og vagnar til PCC

Dráttarbílum Eimskips skipað upp í Húsavíkurhöfn. Bílarnir aka með hráefni …
Dráttarbílum Eimskips skipað upp í Húsavíkurhöfn. Bílarnir aka með hráefni og afurðir kísilversins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Við erum að gera okkur klára fyrir þjónustu við kísilver PCC. Með þessum farmi erum við búnir að fá nánast öll tæki og tól sem til þarf.“

Þetta segir Vilhjálmur Sigmundsson, rekstrarstjóri Eimskips á Húsavík, í Morgunblaðinu í dag. PCC BakkiSilicon hf. hefur samið við Eimskip um að annast uppskipun á hráefnum, útskipun á afurðum og flutninga á hráefni og afurðum á milli Húsavíkurhafnar og kísilversins á Bakka. Hefur Eimskip verið að afla sér tækja í þetta sérhæfða verkefni.

Flutningaskipið Western Rock kom til Húsavíkur um helgina með meginhluta tækjanna. Þar á meðal gröfukrana sem notaður er til að skipa upp hráefnum sem öll koma í lausu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert