Fjarðarheiði þungfær

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og víða skafrenningur. Þungfært og mikill skafrenningur á Fjarðarheiði en ófært er á Vatnskarði eystra.

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru að mestu greiðfærir en hálka er þó á Hellisheiði og Þrengslum en hálkublettir eru á Mosfellsheiði og éljagangur. 

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Snæfellsnesi og í Dölum. Hálka er á Fróðárheiði. Það eru hálkublettir á vegum á Vestfjörðum.

Vegir eru nánast auðir í Húnavatnssýslu en hálkublettir eru á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi. Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Þæfingur er á Hófaskarði. Hálka, hálkublettir og snjóþekja er með suðurströndinni og víða frekar hvasst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert