Fleira íþyngjandi en íslensk nöfn

Ármann Jakobsson prófessor.
Ármann Jakobsson prófessor. mbl.is/Hari

„Vitaskuld þarf að endurskoða mannanafnalög reglulega eins og önnur lög. Eins má deila um ýmsa úrskurði mannanefnda seinasta aldarfjórðung. Engin gagnrýni sem fram hefur komið á lögin eða framkvæmd þeirra réttlætir þó svo róttæka aðgerð sem gengur þvert á það mikilvæga hlutverk stjórnvalda og Alþingis að standa vörð um íslenska tungu.“

Þetta segir Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, í umsögn um frumvarp að lögum um mannanöfn sem meðal annars kveður á um brottfall ákvæða um að stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn, að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama. Ennfremur að mannanafnanefnd verði lögð niður og að heimilt verði að taka upp ættarnöfn.

Sá veigamikli annmarki er á frumvarpinu að mati Ármanns að snúið sé baki við lagahefð þess efnis að íslensk mannanöfn skuli vera íslensk og fyrir því ekki færð betri rök en þau að ákvæði þar um sé íþyngjandi. Bendir hann á að það almenna sjónarmið geti átti við allar reglur samfélagsins. Þar á meðal umferðarreglur og stafsetningarreglur.

„Kennitölur og vegabréf eru til dæmis íþyngjandi fyrir marga. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvers vegna ákvæði um íslensk mannanöfn sé fremur íþyngjandi en ýmsar aðrar reglur samfélagsins. Þó að í frumvarpsdrögunum sé ákvæði um að léttara verði að breyta um nafn sjálfur á lífsleiðinni er almenna reglan sú að fólk velur sér ekki eigið nafn heldur er það valið af yfirvöldum þeirra, foreldrum og forráðamönnum,“ segir hann ennfremur.

„Fjarlægja hana ekki eins og hvern annan óþarfa“

Ekki verði séð að sú krafa til foreldra að þeir velji barni sínu íslenskt nafn sé meira íþyngjandi en ýmsar aðrar kröfur sem samfélagið gerir til foreldra um að mennta börnin, næra og sinna heilsufari þeirra. Ekki verði heldur séð að íslensk tunga sé minna virði en allir þessir þættir barnauppeldis sem samfélagið áskili sér rétt til að skipta sér af.

„Þvert á móti er brýnt að Alþingi og stjórnvöld styðji og efli íslenska tungu með öllum tiltækum leiðum. Að afnema skyndilega ákvæði um að íslensk mannanöfn eigi að vera á íslensku væri algjörlega öndvert því markmiði. Hið sérstaka íslenska mannanafnakerfi skiptir miklu máli fyrir tungumálið. Einnig má minna á að íslenska er tungumál talað af fáum og býr við mikla erlenda áreitni, nú sem aldrei fyrr. Það væri sorglegt ef Alþingi sneri baki við íslenskri mannanafnahefð þegar íslenska á undir högg að sækja.“

Ármann segir að lokum að hægt sé að endurskoða lög um mannanöfn og færa til nútímans en sýna um leið umhyggju fyrir tungumálinu. „Full ástæða er til að hvetja Alþingi til að endurskoða núgildandi lög með tilliti til ýmissa þátta sem raktir eru í frumvarpinu en á hinn bóginn verður að sýna varkárni þegar kemur að málefnum þjóðtungunnar og fjarlægja hana ekki úr mannanafnalögum eins og hvern annan óþarfa.“

mbl.is

Innlent »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein kom frá ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greinar til Svíþjóðar. Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »

Nýtt Nes undirbýr framboðslista

09:55 Neslistinn, sem Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram frá árinu 1990 og Viðreisn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor undir nafninu Nýtt Nes. Meira »

Stara-svarmur í Sundahöfn

09:00 Nú er tíminn sem starar hópa sig saman og mynda tilkomumiklar sýningar á flugi. Myndskeið af slíku náðist á síma í Sundahöfn í vikunni þar sem svarmur stara gerði mynstur og form á himni áður en þeir héldu til hvílu yfir nóttina. Meira »

Of lítið hugað að öryggi hjólreiðafólks

07:37 „Í frumvarpinu er alltof lítið gert til að tryggja öryggi hjólreiðafólks, sem hefur fjölgað mjög mikið frá gildistöku núgildandi umferðarlaga,“ segir Birgir Fannar Birgisson í athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda við frumvarpsdrög að nýjum umferðarlögum, sem samgönguráðuneytið kynnti til umsagnar. Meira »

Íslendingar byrjaðir að plokka

09:18 Landsmenn hafa tekið upp nýjan heilsusamlegan og umhverfisvænan sið sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar.   Meira »

Veita veglegri styrki en áður

08:37 Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar hefur samþykkt breytingar á áherslum og umfangi sjóðsins. Í stað smærri mánaðarlegra úthlutanna í formi farmiða verður úthlutun sjóðsins nú ein á ári. Meira »

Hvassviðri og snjókoma

07:08 Spáð er allhvössum vindi og snjókomu á Vestfjörðum fram eftir degi. Einnig mun snjóa á Vesturlandi og Norðvesturlandi, en þar er búist við hægari vindi. Meira »