Fleiri umsóknir um atvinnuleyfi

Umsóknum til Vinnumálastofnunar um atvinnuleyfi til útlendinga til að starfa hér á landi fjölgaði í seinasta mánuði en alls hefur stofnunin gefið út 329 atvinnuleyfi það sem af er ári.

Þar af voru gefin út 198 atvinnuleyfi til útlendinga í seinasta mánuði. Þetta kemur fram á nýju yfirliti Vinnumálastofnunar yfir ástand og horfur á vinnumarkaðinum, að  því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það sem af er ári hefur Vinnumálastofnun lokið afgreiðslu 400 umsókna, en til samanburðar lauk stofnunin afgreiðslu 349 umsókna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017,“ segir í skýrslu Vinnumálastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert