Framkvæmdir við Storð í Kópavogi

Framkvæmdir eru hafnar á reitnum fyrir ofan Gróðrastöðina Storð við Dalveg í Kópavogi. Þar mun rísa atvinnuhúsnæði í þremur byggingum á einni hæð, alls um 10.000 fermetrar auk bílastæða fyrir 95 bíla.

Það er fyrirtækið ÞG verktakar sem er eigandi lóðarinnar og reisir húsin sem eru hugsuð sem iðnaðar eða lagerhúsnæði með mikilli lofthæð. Áætlað að fyrsta húsið verði risið í kringum næstu áramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert