Mælir sem fylgist með rafmagnsnotkun tækja

Hilmir Ingi Jónsson sýnir Snappee-tæki sem notað er til að …
Hilmir Ingi Jónsson sýnir Snappee-tæki sem notað er til að mæla rafmagnsnotkun heimila. Ekki fer mikið fyrir búnaðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fólk getur lækkað rafmagnsreikninginn með því að minnka óþarfa rafmagnsnotkun, án þess að draga úr þeim þægindum sem rafmagnið veitir.

Þetta á ekki síst við um heimili á köldum svæðum sem nota rafmagn til húshitunar. Lykillinn að þessu er búnaður til að fylgjast með rafmagnsnotkuninni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Okkur Íslendingum hættir til að líta svo á að rafmagnið kosti ekki neitt og ekki sé ástæða til að spara það,“ segir Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmda- og markaðsstjóri sölu- og ráðgjafarfyrirtækisins Powena sem selur búnað til að fylgjast með og stýra rafmagnsnotkun heimila og fyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert