Líður vel með boltann í hendi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, 15 ára, flytur til Noregs í haust …
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, 15 ára, flytur til Noregs í haust til að spila með NTG Kongsvinger. mbl.is/Árni Sæberg

„Að vinna bikarinn hefur verið draumur minn og markmið síðan ég vissi af þessu móti,“ segir handboltakempan unga Jóhanna Margrét Sigurðardóttir en lið hennar, HK, varð bikarmeistari í handbolta, 4. flokki kvenna eldri, um helgina eftir sigur á Val.

Jóhanna var valin maður leiksins auk þess að vera markahæst í liði HK, með níu mörk. Hún segist oftast vera með þeim markahæstu en hún spilar stöðu vinstriskyttu. „Það er staða sem hentar mér vel því ég er hávaxin.“

Þetta er í fyrsta skipti sem Jóhanna vinnur bikarmeistaratitil með liði sínu en þær komust í úrslit á Íslandsmeistaramótinu í fyrra. „Við höfum ekki unnið alla leiki í vetur en verið á mikilli uppleið undanfarið. Við æfðum rosalega vel fyrir þennan leik, liðsheildin var sterk og stemningin í hópnum góð,“ segir Jóhanna, enn í skýjunum með sigurinn. Hún æfir einnig með 16 ára landsliði Íslands í handbolta.

Sjá samtal við Jóhönnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert