Nýr dráttarbátur gæti kostað milljarð

Hefðbundin stærð af báti með 70-80 tonna togkraft. Flestir nýir …
Hefðbundin stærð af báti með 70-80 tonna togkraft. Flestir nýir bátar eru ASD bátar með skrúfu- og stýrisbúnaði sem snýst 360°.

Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti. Á síðustu vikum hefur verið unnið að gerð útboðsgagna en þau liggja fyrir í frumdrögum og verða til frekari skoðunar á næstu vikum. Stefnt er að því að leggja fullgerð útboðsgögn fyrir hafnarstjórnina í haust. Þetta kom fram á síðasta stjórnarfundi Faxaflóahafna.

Með ört stækkandi skipum sem koma til Faxaflóahafna, þ.e. í Reykjavík, á Grundartanga og Akranesi, er talin brýn þörf á að bregðast við með öflugri dráttarbáti. Ekki síst ef horft er til nýs bakka utan Klepps þar sem ljóst er að veðurfarslegar aðstæður eru ekki eins góðar og í núverandi legum á Kleppsbakka, þar sem stærstu kaupskipin leggjast að. Þetta kemur fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar hafnarstjóra og Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns.

Horft er til þess að nýr bátur verði með a.m.k. 80 tonna togkraft og búinn svonefndri Azimuth-skrúfu og stýribúnaði (ASD). Núverandi dráttarbátur, Magni, er með 40 tonna togkraft. Þá verður gert ráð fyrir því í úrboðsgögnunum að tilboðsgjafi geti gefið verð í hefðbundinn dráttarbát með dísilvél, en einnig „twin“ bát þ.e. umhverfisvænni orkugjafa sem nýst geti á siglingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert