Ráðherra fundar um samræmdu prófin

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, (fyrir miðju) ásamt öðrum fundargestum að ræða …
Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, (fyrir miðju) ásamt öðrum fundargestum að ræða samræmdu prófin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samræmdur prófin og þeir tæknilegu örðugleikar sem komu upp vegna próftöku hjá 9. bekk í síðustu viku verða til umræðu á fundi sem menntamálaráðherra boðaði til nú fyrir hádegi.

Auk ráðherra og fulltrúa ráðuneytisins verða á fundinum fulltrúar frá Menntamálastofnun, Skólastjórafélaginu, Umboðsmanni barna, Heimilum og skóla, Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu eru tilgangur fundarins að fara yfir það sem úrskeiðis fór, ræða hver næstu skref mögulega verði og hvernig bregðast eigi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert