Segir að Ragnari Þór hafi mistekist

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir.
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er er ekkert leyndarmál og Ragnar hefur sagt það margoft sjálfur að hann ætlaði sér að hreinsa út úr stjórninni. Honum tókst það ekki og því má velta því fyrir sér hvort hann sé kominn í minnihluta í eigin stjórn.“

Þetta segir Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, sem í gær var endurkjörin í stjórn VR. Hún segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi ætlað að koma fimm stuðningsmönnum sínum í stjórnina en aðeins komið tveimur inn.

Í umfjöllun um stjórnarkosninguna hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag segist Ragnar sjálfur nokkuð sáttur við úrslitin og öflugt fólk komi inn í stjórnina. Gott samstarf hafi verið innan stjórnar.

Hér er hægt að lesa um kosningarnar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert