Ekki ljóst hvort gerð verður úttekt

Landlæknisembættið hefur rætt um að gera úttekt vegna ástandsins á …
Landlæknisembættið hefur rætt um að gera úttekt vegna ástandsins á bráðamóttöku Landsspítalans mbl.is/Hjörtur

Landlæknisembættið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort gera skuli úttekt á ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans. Annasamt hefur verið á móttökunni og á tímum talið að öryggi sjúklinga hafi ekki verið tryggt vegna þessa.

Erla Björgvinsdóttir, aðstoðarmaður Landlæknis, segir í samtali við mbl.is að „embættið er ekki að bregðast við þessu ástandi á Landsspítalanum á þessari stundu. Það er ekkert sem við getum gert til þess að laga ástandið þar.“ Aðspurð um hvort embættið hyggst taka ástandið til sérstakrar umfjöllunar hjá sér segir hún að rætt hafi verið innan embættisins um hvort ætti að gera úttekt, en að engar ákvarðanir hafa verið teknar um það.

Í þessari viku hefur mbl.is fjallað um mikla álagsaukningu á bráðamóttöku Landsspítalans. Þá hefur komið fram að vegna álags hafi átt sér stað alvarleg atvik og 20 rúm hafa verið teppt af sjúklingum sem hafa beðið innlagnar. Dæmi eru um að 63 sjúklingar hafa verið á bráðamóttökunni, þar sem rúmstæði eru fyrir 32.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert