Framtíðin liggur í endurvinnslunni

Hönnunarmars hefst í dag og á meðal viðburða er sýning á vörum úr endurunnu áli í Hafnarhúsinu. Sýningin er hluti af átaki þar sem kertabikurum af sprittkertum var safnað saman.

Olga Ósk Ellertsdóttir er einn af sýnendum og hún segir álið skemmtilegt og bjóði upp á marga möguleika. „Ég held að þetta sé framtíðin, að finna leiðir til að skapa verðmæti úr rusli.“ Olga gerði stólinn Morfeus fyrir verkefnið og hún segir hann hafa verið gerjast í höfðinu á sér í tvö ár. Hún segist hafa haft áhuga á að vinna með álið lengi og að það sé einmitt sérstaklega skemmtilegt að vinna út frá heimspeki og vísindum. 

Aðrir sýnendur eru: Studio Portland, Ingibjörg Hanna og Sigga Heimis sem sýnir hjólagrind úr áli sem hún hannaði fyrir Seltjarnarnesbæ.

Það er Samál sem stendur að verkefninu sem er unnið í samstarfi við Málmsteypuna Hellu. Áhersla var lögð á skapa nytjahluti fyrir íslenskan veruleika og var innblástur sóttur í daglegt líf.

mbl.is kíkti í Hafnarhúsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert