„Kemur mér ekkert á óvart lengur“

Austurgata 36 í Hafnarfirði.
Austurgata 36 í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert

„Ég sé ekki betur en að þetta séu eitt til fjögur ár þangað til við getum farið að byggja,“ segir Ingvar Ari Arason en hann og eiginkona hans misstu aleiguna eftir að upp komst um veggjatítlu og myglu í húsi þeirra fyrir tæpu ári síðan.

Í október í fyrra fengu þau vilyrði fyrir því að byggja 150 til 180 fermetra steinhús í stað bárujárnshússins á Austurgötu 36 í Hafnarfirði sem var dæmt ónýtt í apríl í fyrra.  

Að sögn Ingvars Ara fengu þau í framhaldinu leyfi til að rífa húsið en það var dregið til baka í febrúar síðastliðnum eftir að athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælti með að fengið yrði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið sé í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við niðurrif hússins.

Ingvar Ari á von á því að leyfið til að rífa húsið komi á endanum en fyrst þarf að samþykkja allar teikningar.

Húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt ...
Húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. mbl.is/Eggert

Margar geðþóttaákvarðanir

Hann furðar sig á seinagangi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði vegna málsins. „Mér finnst það svolítið sérstakt að það skuli taka tvö ár að fá leyfi til að byggja húsið og síðan skuli það taka eitt til eitt og hálft ár að byggja húsið. Ég næ þessu ekki. Fyrir mér er þetta miklu einfaldara,“ segir hann.

„Það ótrúlega mikið af geðþóttaákvörðunum fólks sem breytir skoðunum sínum hingað og þangað. Þegar ég er kominn með stimplaðar teikningar og byggingarleyfi get ég sagt hvenær þetta er búið. Það kemur mér ekkert á óvart lengur, ekki neitt.“

Ingvari Ari Arason og eiginkona hans Anna Gyða Pétursdóttir hafa ...
Ingvari Ari Arason og eiginkona hans Anna Gyða Pétursdóttir hafa staðið í ströngu upp á síðkastið. Ljósmynd/Aðsend

Málið ekki farið rétta leið í kerfinu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti lagfærðan uppdrátt deiliskipulags vegna hússins á fundi sínum í gær.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar áréttuðu hlutverk ráðsins á fundinum. Töldu þeir framtíðarsýn bæjarins vera veika ef rífa eigi öll hús þar sem upp koma veggjatítlur eða mygluvandamál. Mikilvægt sé að skipulags- og byggingayfirvöld séu með í slíkum málum frá upphafi.

„Þetta mál hefur að okkar mati ekki farið rétta leið í kerfinu þar sem að bæjarráð ákveður að styrkja niðurrif áður en ljóst var hvað ætti að koma í staðinn og án þess að gerður væri heildstæður samningur við eigendur um lausn á þeirra málum,“ sögðu fulltrúar Bjartar framtíðar. 

„Mál sem þessi eru mikið tjón fyrir húseigendur og verulega óvissa á líf þeirra og framtíð. Fulltrúar BF óska því eftir því að Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að kortleggja þá ferla og þær leiðir sem hægt væri að fara - fyrir húsin og eigendur þeirra.Við eigum fjársjóð í okkar timburhúsabyggð sem við viljum halda í, varðveita og viðhalda.“

mbl.is

Innlent »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »

Júlíus Vífill ákærður

10:01 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara. Meira »

Styrkja flokkana um 13,3 milljónir

09:55 Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samtals er um að ræða 13,3 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna. Meira »

Játaði stórfellda kannabisræktun

09:39 Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Meira »

Afi gleði og snillingur vikunnar

09:19 Bræðurnir Gunnlaugur og Konráð Jónssynir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Páll Bergþórsson, afi þeirra, kom þar nokkuð við sögu eftir að hafa farið í fallhlífarstökk 95 ára. Meira »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....