Með ullarhúfu á Úlfarsfelli

Forseti Íslands með ullarhúfuna góðu.
Forseti Íslands með ullarhúfuna góðu. mbl.is/Sigurður Bogi

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var með ullarhúfu á höfði þegar hann lagði af stað með góðum hópi fólks úr Ferðafélagi Íslands sem gekk á Úlfarsfell nú síðdegis. Um 100 manns taka þátt í göngunni, sem er um fjórir kílómetrar og hækkunin 200 metrar.

Á vegum FÍ hefur verið gengið á Úlfarsfell á hverjum fimmtudegi síðustu misseri og hefur þátttakan verið góð og vaxandi. Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson hafa stýrt verkefninu sem meðal annars miðar að því að fá kyrrsetufólk til að hreyfa sig, ganga á fjöll og fá blóðið á hreyfingu. Úlfarsfell þykir líka henta vel fyrir göngufólk, óháð getu þess, og hafa ýmsir nýir fjallamenn komið fram.

Húfa forsetans vakti athygli göngufólks, rétt eins og buffið frá Félagi aðstandenda Alzheimersjúklinga á sínum tíma. Ætlunin var í ferð þessari að Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði göngufólk á efsta tindi Úlfarsfellsins, hvaðan er víðsýnt úr um 300 metra hæð.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Ólafur Örn Haraldsson fararstjóri og …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Ólafur Örn Haraldsson fararstjóri og Reynir Traustason fararstjóri. Sigurður Bogi Sævarsson
Arkað af stað áleiðis á toppinn.
Arkað af stað áleiðis á toppinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert