Rýmingu vegna snjóflóðahættu aflétt

Frá Seyðisfirði. Mynd úr safni.
Frá Seyðisfirði. Mynd úr safni. Ljósmynd/Einar Bragi

Rýmingu reita 4 og 6 undir Strandartindi á Seyðisfirði, sem lýst var yfir í gær, hefur verið aflétt. Þetta var ákveðið á fundi ofanflóðavár Veðurstofu Íslands sem kom saman í dag. 

Frétt mbl.is: Hættustig enn í gildi

Dregið hefur úr úrkomu á Seyðisfirði og hætta á votum flóðum hefur því minnkað. Óvissustig vegna snjóflóða er þó enn í gildi.

Töluverð snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum og nokkur snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. 

Hér má fylgjast með snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert