Segja rafrettufrumvarp vera skringilegt

Notkun og sala á vörum sem tengjast neyslu á gufu …
Notkun og sala á vörum sem tengjast neyslu á gufu gæti orðið takmarkað, hvort sem hún inniheldur nikótín eða ekki.

Félag atvinnurekenda lýsir furðu sinni á nýju rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þá telja samtökin afleiðingar frumvarpsins „skringilegar“ þar sem ákvæði frumvarpsins gætu þýtt að setja verði á nikótínlausar rafrettur merkingar um að þær innihaldi nikótín.

Í umsögn um frumvarpið segir Félag atvinnurekenda að talsverður munur sé á fyrirliggjandi frumvarpi um rafrettur og frumvarpi Óttarrs Proppé, forvera Svandísar. Munurinn felist aðallega í skilgreiningu á þeirri vöru sem um ræðir. Á meðan að fyrra frumvarp nefndi vöru „sem inniheldur nikótín,“ er í hinu nýja frumvarpi talað um vöru „sem hægt er að nota til neyslu á gufu, hvort sem hún inniheldur nikótín eða ekki.“ Á þessum grundvelli telja samtökin verulegar áhyggjur af því að vörur sem ekki innihalda nikótín falli þar með undir ákvæði sem ætluð eru til þess sporna gegn neyslu nikótíns og tóbaksvara.

Í ljósi þessarar breyttu skilgreiningar gætu nikótínlausar vörur þurft að vera merktar þannig að gefið sé til kynna að varan innhaldi nikótín. Þá telja samtökin, nái frumvarpið fram að ganga, að notkun rafretta geti orðið óheimil á ákveðnum stöðum og að óheimilt verði að hafa rafrettur og áfyllingar sýnilegar í hillum almennra verslana.

mbl.is

Bloggað um fréttina