Stórbruni reyndist brunninn kvöldmatur

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn. mbl.is/Hjörtur

Allt til­tækt lið slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að Kleppsvegi. Þegar á staðinn kom reyndist málið ekki jafnstórt og menn höfðu óttast; kvöldmatur hafði brunnið við í potti og myndaðist mikill reykur af þeim sökum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sneru menn við þegar fyrsti bíll var kominn á svæðið og upplýsti aðra um hver staðan væri.

Unnið er að því að reykræsta íbúðina og stigaganginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert