„Þetta er keppni í heilbrigði“

Óli var heiðraður í gær fyrir að hafa gefið blóð ...
Óli var heiðraður í gær fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum.

„Þetta er keppni í heilbrigði. Sumir fara til læknis reglulega og fá staðfestingu á því, en ef þú gefur blóð og færð að gefa blóð þá ertu heilbrigður, líkamlega allavega,“ segir Óli Þór Hilmarsson blóðgjafi sem tók við viðurkenningu úr hendi heilbrigðisráðherra í gær fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum.

Óli segir gaman að fá svona viðurkenningu, sérstaklega af því hún er jafnframt staðfesting á líkamlegu heilbrigði hans.

Blóðgjafafélag Íslands veitir blóðgjöfum viðurkenningar þegar þeir ná ýmsum áföngum. Ein viðurkenningin er veitt við 175. gjöfina og þá er ráðherra fenginn að afhenda viðurkenninguna. „Enda nýtur hann þess best og hans ráðuneyti, því blóðið er allt saman gefið til spítalans,“ segir Óli.

Á sama tíma og félagið heiðraði Óla voru einnig heiðraðir tveir einstaklingar sem hafa gefið blóð 200 sinnum eða oftar. Annar þeirra er Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Það merkilega er að við Ólafur Helgi erum náfrændur, komnir frá sama litla bænum, Miðvík í Aðalvík,“ segir Óli hlæjandi. „Þetta er svolítið skrýtið. Algjör tilviljun auðvitað.“

Fór með félögunum í Iðnskólanum í fyrsta skipti

Óli telur að það séu um 40 ár síðan hann gaf fyrst blóð. Hann var þá í Iðnskólanum þar sem hraustir nemendur voru hvattir til að gefa blóð. „Það var almenn vakning hjá iðnaðarmönnum að það væri skylda okkar sem værum hraustir að gefa blóð. Það var kynnt í Iðnskólanum að þeir sem gætu ættu að fara að gefa blóð. Það var virkilega mælst til þess.“

Óli svaraði þá kallinu, líkt og allur bekkurinn, og það varð fljótt að reglubundinni rútínu hjá honum að fara í Blóðbankann og leggja inn. „Svo gerðist það að ég varð blóðflögugjafi. Maður getur verið margskonar blóðgjafi. Þess vegna erum við að horfa upp á svona háar tölur, eins og 175 og 200 í dag. Við getum gefið miklu oftar.“

Karlmaður má gefa blóð á þriggja mánaða fresti en sem blóðflögugjafi getur Óli farið á sex vikna fresti. „Þá gefur maður blóðflögur og fær allan blóðvökvann aftur. Svo nýta þeir blóðflögurnar beint inni á spítalanum í lækningaskyni, í krabbameinslækningum og fleira. Blóðflögur úr einum gjafa eru á við blóð úr mörgum gjöfum,“ útskýrir hann. En úr blóði hefðbundinna blóðgjafa eru unninn blóðvökvi og önnur efni.

Markmiðið að ná 200

Hann segir það alls ekki hafa verið kappsmál hjá sér að ná þessum áfanga. Fyrst og og fremst er um rútínu að ræða. „Nú er bara markmiðið að vera nógu heilbrigður til að ná 200,“ segir hann og hlær.

Óli segir mikilvægt að fjölga blóðgjöfum enda sé aðgerðum hér á landi alltaf að fjölga. Þá segir hann það ánægjulega þróun að konum sem gefa blóð fari fjölgandi. En konur mega ekki gefa blóð jafn oft og karlmenn og stór hópur dettur út í lengri eða skemmri tíma vegna barneigna.

Blóðgjafafélag Íslands var stofnað árið 1981 til að halda utan um hagsmuni blóðgjafa. Það eru engin félagsgjöld og blóðgjafi fær engan ávinning af því að gefa blóð. „Ef við lítum til landanna í kringum okkur þá er veittur styrkur inn í blóðgjafafélagið með hverjum blóðgjafa sem nýttur er til að afla nýrra blóðgjafa. Þessu hefur aldrei tekist að koma á á Íslandi og ég veit að þessar viðurkenningar eru veittar með styrkjum frá hinum og þessum.“

mbl.is

Innlent »

Ísafjarðarbær í undanúrslit

Í gær, 21:23 Ísafjarðarbær bar sigurorð af Grindavíkurbæ í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld með 50 stigum gegn 35. Þetta var síðasta viðureignin í átta liða úrslitum keppninnar. Meira »

Þrír unnu 65 milljónir í EuroJackpot

Í gær, 21:11 Fyrsti vinningur gekk ekki út þegar dregið var út í EuroJackpot í kvöld og flyst vinningsupphæðin, sem var rúmlega 4,1 milljarður, yfir á fyrsta vinning í næstu viku. Meira »

Framboðslisti Alþýðufylkingar kynntur

Í gær, 20:09 Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor var kynntur í Friðarhúsi við Njálsgötu í morgun. Meira »

Fjármálaráðherrar ræddu EES-samninginn

Í gær, 19:52 Fjármálaráðherra Noregs, Siv Jensen, segist sýna því fullan skilning að Ísland þurfi í sumum tilvikum að óska eftir aðlögun vegna regluverks Evrópusambandsins áður en það er tekið upp í EES-samninginn. Meira »

Þakkar pípu og ákavíti langlífið

Í gær, 19:45 „Hann er orðinn 103 ára en ern og á róli. Reykir pípu og fær sér viskí og ákavíti. Segir það halda sér heilbrigðum og harðneitar að taka öll lyf sem honum eru rétt.“ Meira »

Olla er hestaamman mín

Í gær, 19:35 „Ég vil leggja allt í að komast vel frá því sem ég geri. Ná því besta sem hægt er út úr hrossinu,“ segir Gunnhildur Birna Björnsdóttir, nemandi á Hvanneyri, sem vann Morgunblaðsskeifuna í ár. Verðlaunin eru veitt á skeifudegi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri en skeifudagurinn er ávallt sumardagurinn fyrsti. Meira »

Nýr íbúðakjarni afhentur velferðarsviði

Í gær, 18:32 Nýr íbúðakjarni í Kambavaði var formlega afhentur velferðarsviði Reykjavíkurborgar í dag en kjarninn er sérhannaður fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir. Meira »

Hefði átt að vera frjáls ferða sinna

Í gær, 19:30 Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni á þriðjudag, hefði átt að vera frjáls ferða sinn eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út vegna þess að hann var ekki handtekinn að nýju. Meira »

Eldsupptök í rafmagnstenglum

Í gær, 18:20 Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu. Meira »

Maður verður aldrei of gamall fyrir skotfimi

Í gær, 18:18 Skotfimiiðkendur í röðum Keflavíkur iða nú í skinninu yfir að komast á útisvæði félagsins í Reykjanesbæ. Þar eru notuð púðurskot úr haglabyssum, skammbyssum og rifflum. Margir Íslandsmeistarar í greininni eru úr Keflavík og boðið er upp á skotfimi sem val fyrir nemendur í 9. bekk í Holtaskóla. Meira »

Fjölskyldufaðir á flótta

Í gær, 17:50 „Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Villti á sér heimildir á vettvangi

Í gær, 17:40 Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir konu sem var sakfelld fyrir rangar sakargiftir en sýknuð af ákæru um brot gegn umferðarlögum eftir umferðarslys sem varð skammt frá Laugarbakka í Miðfirði árið 2016. Meira »

Samskiptasáttmáli kynntur 16. maí

Í gær, 17:25 Samskiptasáttmáli Landspítala verður kynntur 16. maí á ársfundi spítalans. Innleiðing sáttmálans hefst í haust.  Meira »

Systir smyglara fær lægri bætur

Í gær, 16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

Í gær, 15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Meira »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

Í gær, 16:27 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

Í gær, 16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

Í gær, 15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »
Stimplar
...
Kínverskur antik skápur
Mjög glæsilegur kínverskur antik skápur til sölu. Hæð 2.20 Breidd 1.50 Þykkt ...
Fasteignir á ALGARVE svæðinu í PORTUGAL
Bæði luxus villur, einbýlishús af ýmsum stærðum og gerð og íbúðir í fjölbýli. s...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...