„Þetta er keppni í heilbrigði“

Óli var heiðraður í gær fyrir að hafa gefið blóð ...
Óli var heiðraður í gær fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum.

„Þetta er keppni í heilbrigði. Sumir fara til læknis reglulega og fá staðfestingu á því, en ef þú gefur blóð og færð að gefa blóð þá ertu heilbrigður, líkamlega allavega,“ segir Óli Þór Hilmarsson blóðgjafi sem tók við viðurkenningu úr hendi heilbrigðisráðherra í gær fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum.

Óli segir gaman að fá svona viðurkenningu, sérstaklega af því hún er jafnframt staðfesting á líkamlegu heilbrigði hans.

Blóðgjafafélag Íslands veitir blóðgjöfum viðurkenningar þegar þeir ná ýmsum áföngum. Ein viðurkenningin er veitt við 175. gjöfina og þá er ráðherra fenginn að afhenda viðurkenninguna. „Enda nýtur hann þess best og hans ráðuneyti, því blóðið er allt saman gefið til spítalans,“ segir Óli.

Á sama tíma og félagið heiðraði Óla voru einnig heiðraðir tveir einstaklingar sem hafa gefið blóð 200 sinnum eða oftar. Annar þeirra er Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Það merkilega er að við Ólafur Helgi erum náfrændur, komnir frá sama litla bænum, Miðvík í Aðalvík,“ segir Óli hlæjandi. „Þetta er svolítið skrýtið. Algjör tilviljun auðvitað.“

Fór með félögunum í Iðnskólanum í fyrsta skipti

Óli telur að það séu um 40 ár síðan hann gaf fyrst blóð. Hann var þá í Iðnskólanum þar sem hraustir nemendur voru hvattir til að gefa blóð. „Það var almenn vakning hjá iðnaðarmönnum að það væri skylda okkar sem værum hraustir að gefa blóð. Það var kynnt í Iðnskólanum að þeir sem gætu ættu að fara að gefa blóð. Það var virkilega mælst til þess.“

Óli svaraði þá kallinu, líkt og allur bekkurinn, og það varð fljótt að reglubundinni rútínu hjá honum að fara í Blóðbankann og leggja inn. „Svo gerðist það að ég varð blóðflögugjafi. Maður getur verið margskonar blóðgjafi. Þess vegna erum við að horfa upp á svona háar tölur, eins og 175 og 200 í dag. Við getum gefið miklu oftar.“

Karlmaður má gefa blóð á þriggja mánaða fresti en sem blóðflögugjafi getur Óli farið á sex vikna fresti. „Þá gefur maður blóðflögur og fær allan blóðvökvann aftur. Svo nýta þeir blóðflögurnar beint inni á spítalanum í lækningaskyni, í krabbameinslækningum og fleira. Blóðflögur úr einum gjafa eru á við blóð úr mörgum gjöfum,“ útskýrir hann. En úr blóði hefðbundinna blóðgjafa eru unninn blóðvökvi og önnur efni.

Markmiðið að ná 200

Hann segir það alls ekki hafa verið kappsmál hjá sér að ná þessum áfanga. Fyrst og og fremst er um rútínu að ræða. „Nú er bara markmiðið að vera nógu heilbrigður til að ná 200,“ segir hann og hlær.

Óli segir mikilvægt að fjölga blóðgjöfum enda sé aðgerðum hér á landi alltaf að fjölga. Þá segir hann það ánægjulega þróun að konum sem gefa blóð fari fjölgandi. En konur mega ekki gefa blóð jafn oft og karlmenn og stór hópur dettur út í lengri eða skemmri tíma vegna barneigna.

Blóðgjafafélag Íslands var stofnað árið 1981 til að halda utan um hagsmuni blóðgjafa. Það eru engin félagsgjöld og blóðgjafi fær engan ávinning af því að gefa blóð. „Ef við lítum til landanna í kringum okkur þá er veittur styrkur inn í blóðgjafafélagið með hverjum blóðgjafa sem nýttur er til að afla nýrra blóðgjafa. Þessu hefur aldrei tekist að koma á á Íslandi og ég veit að þessar viðurkenningar eru veittar með styrkjum frá hinum og þessum.“

mbl.is

Innlent »

Bilun í ljósleiðara við Laugarvatn

10:40 Bilun er komin upp á ljósleiðara Mílu milli Seyðishóla og Laugarvatns. Bilanagreining stendur yfir en líklegt er talið að um slit á streng sé að ræða. Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við mbl.is að bilunin hafi helst áhrif fyrir austan Laugavatn, í Skálholti og Úthlíð. Meira »

10 milljarða ónýttur persónuafsláttur

10:21 Tæplega helmingur heildarupphæðar ónýtts persónuafsláttar árin 2016 og 2017 kom frá einstaklingum í aldurshópnum sextán til tuttugu ára. Alls voru rúmlega fjórir og hálfur milljarðar afgangs hvort árið frá þessum aldurshópi einum og sér. Meira »

Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu

09:21 Í dag klukkan 14 hefst hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum. Sýnt verður beint frá fundinum í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending klukkan 12.45, einnig er hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. Meira »

Umferðarstjórnun á Þingvöllum

09:19 Vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í dag, 18. júlí, verður umferð stýrt í og við þjóðgarðinn. Mun það hafa áhrif á akandi jafnt sem gangandi vegfarendur. Meira »

Fengu undanþágu frá yfirvinnubanni

09:05 Ein undanþága var fengin frá yfirvinnubanni ljósmæðra strax í nótt, á fyrstu klukkustundum yfirvinnubannsins. Þetta segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir en hún var vaktstjóri á næturvaktinni. Meira »

Nýr þjálfari fíkniefnahunda

08:00 Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Samfelld rigning

06:53 Í kvöld mun byrja að rigna nokkuð samfellt um sunnan- og vestanvert landið. Hann mun hanga þurr norðaustan til að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Ðí Kommitments saman á ný

06:00 „Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Meira »

#Takk Heimir

06:00 Heimir Hallgrimsson hefur sagt skilið við karlalandsliðið í knattspyrnu. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Sprengisandi. Meira »

Eftirför í Grafarvogi

05:44 Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför. Meira »

Á 160 km/klst. við Smáralind

05:40 Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Meira »

Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

05:30 Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. Meira »

Núpur enn óseldur

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla. Meira »

Hættuástand á Landspítalanum

05:30 „Það er hættuástand á Landspítalanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Meira »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálffimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...