Dansað gegn ofbeldi (myndasyrpa)

Frá hinni árlegu dansbyltingu, Milljarður rís, í Hörpu.
Frá hinni árlegu dansbyltingu, Milljarður rís, í Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin árlega dansbylting, Milljarður rís, fer nú fram í Hörpu á milli 12 og 13. Átakið er á vegum UN Women á Íslandi í samstarfi við Sónar Reykjavík og fer nú fram í sjötta sinn.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðburðurinn fer fram samtímis í Hofi á Akureyri, Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Hljómahöllinni á Suðurnesjum, Íþróttahúsinu í Neskaupstað, Þrykkjunni Vöruhúsi, Íþróttahúsinu á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hvammstanga og Óðali í Borgarnesi. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ár tileinkar UN Women á Íslandi dansinn konum af erlendum uppruna hér á landi sem þurft hafa að þola margþætta mismunun, kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi. Þær opnuðu viðburðinn og fluttu nafnlausar frásagnir hugrakkra kvenna sem hafa deilt reynslu sinni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirfarandi konur stigu á stokk:

Nichole Leigh Mosty, Claudia Ashornie Wilson, Tatjana Latinovic, Eliza Reid, Laura Cervera og Elisabeth Lay.

Fjölmenni dansar nú í Hörpu.
Fjölmenni dansar nú í Hörpu. mbl.is/Hallur
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert