Föngum í gæsluvarðhaldi fjölgað um 100%

Litla-Hraun.
Litla-Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi

Alger sprenging hefur orðið hvað varðar fjölgun fanga í gæsluvarðhaldi á Íslandi síðustu misserin og eru þeir nú rúmlega 100% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára, eða 41 talsins.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar.

„Ljóst er að aukin vinna lögreglu er strax farin að skila sér í auknum verkefnum Fangelsismálastofnunar í formi fleiri gæsluvarðhaldsfanga. Það var fyrirsjáanlegt,“ segir á síðunni.

Þar kemur fram að aukið fjármagn til lögreglu, ákæruvalds og dómstóla skili sér í auknum verkefnum fullnustukerfisins. Þessari tölur sýni það með afgerandi hætti og þannig hafi álag á fangelsiskerfið aukist enn meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert