Hlýtt en vætusamt helgarveður

Það er vor í lofti.
Það er vor í lofti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður áfram milt í veðri um helgina og munu hiti ná tveggja stafa tölu sums staðar á landinu. Í dag mældist mesti hiti á landinu 13,1 gráða á Akureyri. 

Næsta sólarhringinn er útlit fyrir austan- og suðaustanátt, 5-13 metra á sekúndu. Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað og dálítil rigning öðru hverju, en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig að deginum.

Á sunnudag er útlit fyrir sunnanátt, 5-10 metra á sekúndu, en 10-15 metra á sekúndu Vestanlands. Dálítil væta verður á Suður- og Vesturlandi, en léttskýjað Norðaustanlands. Hiti verður 5 til 10 stig að deginum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert