Hugmyndin að bæta við almannarými

Í gær birti Andri Snær Magnason tillögu að höfuðstöðvum Landsbankans sem tók þátt í hönnunarsamkeppni bankans en vann ekki. Tillagan sem er ansi frábrugðin sigurtillögunni hefur vakið töluverða athygli, enda frumleg. Tillagan var unnin af BIG eða Bjarke Ingels Group í Danmörku ásamt Arkíteó, DLD og Andra Snæ. BIG stofan er afar þekkt og hannaði meðal annars höfuðstöðvar Lego og Google.

Hann segir hugmyndina sem kallast Öndvegi hafa verið að spegla Arnarhól og bæta við almannarými. Þá dragi hún nafn sitt af öndvegissúlum Ingólfs Arnarsonar sem taldar eru að hafi komið á land við Austurhöfn þar sem húsið mun rísa.

Hér má sjá umfjöllun Andra Snæs á vef sínum.

mbl.is ræddi við Andra Snæ í dag um tillöguna og samkeppnina en hann gagnrýnir einnig framkvæmd hennar en Bankaráð Landsbankans og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri völdu sigurtillöguna sem nefnist Kletturinn.

Á vef Landsbankans er að finna umfjöllun um samkeppnina og allar tillögurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert