Lífið sjálft er fram undan

Hilmar Hólmgeirsson t.v. og Gunnar Árnason. „Aldrei efi í mínum …
Hilmar Hólmgeirsson t.v. og Gunnar Árnason. „Aldrei efi í mínum huga,“ segir Gunnar um líffæragjöfina. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég fékk súpernýra frá góðum vini og gæti ekki verið heppnari. Ef ekki verða nein eftirköst segja læknar að þetta gefi mér fimmtán til tuttugu ára viðbót á lífið, sem er stórkostlegt,“ segir Hilmar Hólmgeirsson, bílasali í Reykjavík.

Í síðustu viku var á Landspítalanum grætt í hann nýra en í eitt og hálft ár hefur legið fyrir að hann þyrfti slíkt til að eiga líf og framtíð. Það var þó hreint ekki sjálfgefið að nýra sem hentaði Hilmari fyndist.

Hilmar Hólmgeirsson og Gunnar Árnason, hljóðmaður og upptökustjóri, eru frá Selfossi og kynntust strax í barnaskóla. Voru einnig saman í hljómsveitum og slíku svo þeirra í millum mynduðust sterk bönd. Að Gunnar skuli gefi Hilmari vini sínum nýra segir allt sem segja þarf um sterka vináttu þeirra.

Sjá samtal við Hilmar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert