Lögin sögð verulega íþyngjandi

Markmið laganna er að auka vernd og réttindi einstaklinga á …
Markmið laganna er að auka vernd og réttindi einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljósmynd/Thinkstock

Nýjar skyldur verða lagðar á fyrirtæki með persónuverndarlögum sem taka eiga gildi 25. maí. Samtök atvinnulífsins (SA) segja mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja kynni sér vel væntanlegar breytingar.

Einnig þurfi þeir að laga starfsemi sína að nýja regluverkinu. Brot á reglunum getur varðað sekt allt að 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækis á heimsmarkaði eða 20 milljónum evra (2,47 milljörðum ÍSK) eftir því hvort er hærra.

„Þetta eru verulega íþyngjandi lög,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Samtökin hafa birt fræðsluefni um breytinguna á þjónustuvef sínum. Þá efndi SA til fræðslufundar í samvinnu við KPMG í haust um nýju persónuverndarlöggjöfina. Aðildarfyrirtæki SA hafa einnig staðið fyrir fræðslu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert