Músíktilraunir haldnar í 36. sinn

Frá Músíktilraunum 2017.
Frá Músíktilraunum 2017.

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir var fyrst haldin í félagsmiðstöðinni Tónabæ í nóvember 1982 og fer nú fram í 36. sinn.

Keppnin hefst í Hörpu nk. sunnudagskvöld og er keppt fjögur kvöld. Úrslitin fara fram laugardaginn 24. mars.

Að þessu sinni keppir 31 hljómsveit um sæti í úrslitum, en óvenjumargar stúlkur eru í sveitunum sem keppa þetta árið; 23 af 90 keppendum. Í Morgunblaðinu í dag eru kynntar nokkrar hljómsveitir frá kvöldunum fjórum en sveitirnar verða kynntar á mbl.is og í Morgunblaðinu hvern keppnisdag fyrir sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert