Tvö í haldi vegna manndrápstilraunar

Konan kom með mikla áverka á lögreglustöðina við Hverfisgötu fyrir …
Konan kom með mikla áverka á lögreglustöðina við Hverfisgötu fyrir rúmri viku. mbl.is/Golli
Karl og kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir viku vegna gruns um manndrápstilraun í íbúð í Reykjavík. Þau hafa bæði setið í einangrun síðan þá en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út síðdegis í dag.
Samkvæmt greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom konan með leigubíl að lögreglustöðinni við Hverfisgötu með mikla sýnilega áverka að morgni fimmtudags í síðustu viku. Hún tjáði lögreglu að karl og kona hefðu veist að henni með ofbeldi í íbúð vinar þeirra við Bríetartún.

Farið var með konuna á bráðamóttöku þar sem gert var að áverkum hennar en samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði réttarmeinafræðings eru áverkar hennar í samræmi við frásögn hennar og meiðsl hennar beri með sér að hún hafi verið beitt kyrkingartaki með miklu afli sem hugsanlega hefði valdið tímabundnu meðvitundarleysi. Þá komi fram í vottorðinu að slík árás sé í það minnsta lífshættuleg.

Fljótlega eftir að konan kom á lögreglustöðina fór lögregla í íbúðina sem konan hefði tilgreint og þar hafi þau sem réðust á hana verið auk húsráðanda og fjórðu manneskjunni. Þau voru öll handtekin en sérsveit lögreglunnar tók meðal annars þátt í aðgerðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert