Verða að axla ábyrgð

Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og ...
Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og Velferðarsviði. mbl.is/Hari

„Þetta eru kerfislæg mistök sem þarna hafa átt sér stað bæði hjá lögreglu og borginni. Lögregla hefur játast við því og tekið á því. Borgin er því miður, og þá er ég að tala um Velferðarsviðið, er að búa til skýringar á því að einhver ótilgreindur starfsmaður  hafi gert mistök,“ segir Sæv­ar Þór Jóns­son. Hann er lögmaður og rétt­ar­gæslumaður drengs­ins sem lagði fram kæru á hend­ur karl­manni á fimm­tugs­aldri í ág­úst á síðasta ári fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010. Karl­maður­inn starfaði sem stuðnings­full­trúi á heim­ili Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur þegar brot­in áttu sér stað.

Í skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar á verk­ferl­um og regl­um er varða til­kynn­ing­ar og ábend­ing­ar sem ber­ast til Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, sem kom út í gær, kem­ur fram að mis­tök starfs­manns hjá Reykja­vík­ur­borg leiddu til þess að til­kynn­ing um kyn­ferðis­brot manns­ins barst ekki til stjórn­enda.

Það er alveg klárt að við munum láta reyna á bótaréttinn ef í ljós kemur að hann [stuðningsfulltrúinn] verður dæmdur fyrir refsivert athæfi og fundinn sekur fyrir brot gegn mínum umbjóðendum. Þá er alveg klárt mál að það verður látið reyna á það fyrir rétti.“

Mikil reiði hjá fórnarlömbunum í garð Barnaverndar

Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og Velferðarsviði, sem séu ekki tilbúnir á næstunni til að þekkjast fundarboð Barnaverndar til að fara yfir málið.

„Það að setjast niður með mínum umbjóðendum til að fara yfir þessi mistök, það finnst manni eingöngu ætlað að þjóna þeim tilgangi að afsaka sig. Við erum hins vegar að tala um mjög alvarleg brot og alvarlegar afleiðingar,“ segir Sævar.

„Það liggur alveg ljóst, eins og málið er vaxið, að borgin er búin að taka á sig ábyrgð á því að verkferlar hafi ekki verið í lagi.“ Það megi því leiða að því líkum, sérstaklega varðandi yngri umbjóðanda sinn sem brotið hafi verið gegn á árabilinu 2004-2010, að hefði ábendingunni sem borginni barst 2008 verið sinnt þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot gegn honum.

Kaupir ekki skýringuna á símtalinu

„Það er grafalvarlegt mál ef horft er til þess hvernig málið er vaxið og hversu alvarleg brotin voru. „Það er því ljóst að verði hann sakfelldur fyrir þessi brot að þá verður látið reyna á bótarétt og það er líka ljóst að þeir sem bera ábyrgð á þessum málum innan borgarinnar verða einnig að axla ábyrgð.“

Sjálfur segist Sævar ekki kaupa þá skýringu að einhver starfsmaður í símsvörun Reykjavíkurborgar  hafi tekið niður ábendinguna og ekki sent hana áfram.

„Það hlýtur að hafa verið þannig að símtalið hafi verið sent áfram til Barnaverndar. Nú ef það var ekki gert, þá eru það mistök af því að verkferlarnir eru ekki í lagi. Þegar svona mál eiga í hlut þá verða menn hins vegar að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Það geti þeir gert persónulega með því víkja störfum, eða þá að dómstólaleiðin sé farinn þar sem að að menn séu skaðabótaskildir fyrir mistökunum.

mbl.is

Innlent »

Sameiginleg framboð til skoðunar

16:52 Miðflokkurinn mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í öllum stærri sveitarfélögum landsins. Hvar boðið verður fram er þó ekki endanlega ákveðið, en til skoðunar er að bjóða fram sameiginlega með öðrum framboðum eða flokkum á nokkrum stöðum. Meira »

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

16:16 Eftirlitsmyndavélar sem greina númeraplötur verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind í Kópavogi á næstu vikum. Myndavélarnar munu greina allar aðkomur inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

16:00 Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Viðvörunarkerfi Hagaskóla fór í gang

15:47 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti gróðureldum á sitthvorum staðnum um hálfþrjúleytið í dag.  Meira »

Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum

15:27 „Miðflokkurinn er ekki í vandamálabransanum, heldur í lausnabransanum,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Landsþingi flokksins í dag. Sigmundur var endurkjörinn formaður flokksins á þinginu í gær. Meira »

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

14:59 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Meira »

Þröngar götur slökkviliðinu til ama

13:36 „Þetta eru krúttlegar götur í miðborginni og ef menn leggja ekki rétt þá geta þær orðið ansi þröngar,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en bílar slökkviliðsins lentu í vandræðum á leið sinni að húsi í Óðinsgötu þar sem eldur kom upp í gærkvöldi. Meira »

Fíknin yfirtók allt

14:30 Þegar Kristín var komin á botninn og búin að fara í sautján meðferðir, liggja í dái í mánuð og búa við hrylling fíknarinnar í langan tíma ákvað hún að deyja. Kristín ákvað að reyna enn einu sinni að brjótast úr heimi neyslunnar og er edrú í dag. Einn dag í einu. Meira »

Spásserað um heilabúið

13:25 „Það er erfitt að flokka þessa bók; það er hryllingur þarna en þetta er samt ekki dæmigerð hryllingssaga með ofbeldi, blóðbaði og slíku. Sagan er líka bókmenntaleg og það talsvert af heimspeki í henni; hún fjallar um hugmyndir sem ég hef áhuga á og vekja hjá mér ugg.“ Meira »

Stefnuræða Sigmundar í beinni

13:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á Landsfundi Miðflokkins sem fram fer í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu á vef mbl.is. Meira »

Von á tillögum til úrbóta í sumar

12:19 Tillögur frá menntamálaráðuneytinu til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða væntanlega birtar með haustinu, en ráðherra fær fyrstu drög í byrjun júní. Hún segir stefnt að því að virðisaukaskattur af áskriftum verði samræmdur og gert sé ráð fyrir talsverðum fjármunum til að takast á við þetta á tekjuhlið fjármálaáætlunnar. Meira »

Launaliðurinn til sæmræmis við launalið annarra samninga

11:39 Launaliður kjarasamnings við ríkið, sem Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu undir í gærkvöldi, er til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrifað undir síðustu mánuði. Samningstíminn er stuttur eða út mars 2019. Meira »

Ingþór leiðir E-listann í Vogum

10:34 Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, leiðir E-listann í Vogum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Sólin mun skína glatt á S- og Vesturlandi

08:22 Útlit er fyrir norðaustanátt í dag að sögn Veðurstofu Íslands, víða á bilinu 8-13 m/s. Rigning eða slydda verður á láglendi austan- og norðaustanlands og snjókoma til fjalla. Meira »

Ferðamenn sólgnir í sveppina

07:20 „Við opnuðum 22. júlí á síðasta ári en einhvers staðar er talað um í þessum veitingafræðum að það taki alveg tvö ár að koma veitingastað á kortið. Það má því segja að fæðingarhríðirnar standi enn yfir,“ segja þau Emma Ragnheiður Marinósdóttir og Georg Ottósson, eigendur Farmers Bistro. Meira »

Óttast heróínfaraldur hér á landi

09:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu á að leita að týndum börnum og bjarga þeim úr aðstæðum sem þau ráða ekki við. Meðal annars vegna neyslu vímuefna. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af aukinni neyslu vímuefna og óttast að hér verði heróínfaraldur eins og víða annars staðar í Evrópu. Meira »

Framhaldsskólakennarar sömdu

08:09 Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi í húsakynnum ríkissáttasemjara. Formaður félags framhaldsskólakennara kveðst vera sáttur við samninginn. Meira »

Neitaði að yfirgefa húsið

07:18 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ölvaðan karlmann í gærkvöldi sem neitaði að yfirgefa íbúðarhúsnæði sem hann hafði farið inn í. Þá mun maðurinn einnig hafa verið að ganga á móti umferð á akbrautum. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...