Verða að axla ábyrgð

Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og ...
Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og Velferðarsviði. mbl.is/Hari

„Þetta eru kerfislæg mistök sem þarna hafa átt sér stað bæði hjá lögreglu og borginni. Lögregla hefur játast við því og tekið á því. Borgin er því miður, og þá er ég að tala um Velferðarsviðið, er að búa til skýringar á því að einhver ótilgreindur starfsmaður  hafi gert mistök,“ segir Sæv­ar Þór Jóns­son. Hann er lögmaður og rétt­ar­gæslumaður drengs­ins sem lagði fram kæru á hend­ur karl­manni á fimm­tugs­aldri í ág­úst á síðasta ári fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010. Karl­maður­inn starfaði sem stuðnings­full­trúi á heim­ili Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur þegar brot­in áttu sér stað.

Í skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar á verk­ferl­um og regl­um er varða til­kynn­ing­ar og ábend­ing­ar sem ber­ast til Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, sem kom út í gær, kem­ur fram að mis­tök starfs­manns hjá Reykja­vík­ur­borg leiddu til þess að til­kynn­ing um kyn­ferðis­brot manns­ins barst ekki til stjórn­enda.

Það er alveg klárt að við munum láta reyna á bótaréttinn ef í ljós kemur að hann [stuðningsfulltrúinn] verður dæmdur fyrir refsivert athæfi og fundinn sekur fyrir brot gegn mínum umbjóðendum. Þá er alveg klárt mál að það verður látið reyna á það fyrir rétti.“

Mikil reiði hjá fórnarlömbunum í garð Barnaverndar

Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og Velferðarsviði, sem séu ekki tilbúnir á næstunni til að þekkjast fundarboð Barnaverndar til að fara yfir málið.

„Það að setjast niður með mínum umbjóðendum til að fara yfir þessi mistök, það finnst manni eingöngu ætlað að þjóna þeim tilgangi að afsaka sig. Við erum hins vegar að tala um mjög alvarleg brot og alvarlegar afleiðingar,“ segir Sævar.

„Það liggur alveg ljóst, eins og málið er vaxið, að borgin er búin að taka á sig ábyrgð á því að verkferlar hafi ekki verið í lagi.“ Það megi því leiða að því líkum, sérstaklega varðandi yngri umbjóðanda sinn sem brotið hafi verið gegn á árabilinu 2004-2010, að hefði ábendingunni sem borginni barst 2008 verið sinnt þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot gegn honum.

Kaupir ekki skýringuna á símtalinu

„Það er grafalvarlegt mál ef horft er til þess hvernig málið er vaxið og hversu alvarleg brotin voru. „Það er því ljóst að verði hann sakfelldur fyrir þessi brot að þá verður látið reyna á bótarétt og það er líka ljóst að þeir sem bera ábyrgð á þessum málum innan borgarinnar verða einnig að axla ábyrgð.“

Sjálfur segist Sævar ekki kaupa þá skýringu að einhver starfsmaður í símsvörun Reykjavíkurborgar  hafi tekið niður ábendinguna og ekki sent hana áfram.

„Það hlýtur að hafa verið þannig að símtalið hafi verið sent áfram til Barnaverndar. Nú ef það var ekki gert, þá eru það mistök af því að verkferlarnir eru ekki í lagi. Þegar svona mál eiga í hlut þá verða menn hins vegar að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Það geti þeir gert persónulega með því víkja störfum, eða þá að dómstólaleiðin sé farinn þar sem að að menn séu skaðabótaskildir fyrir mistökunum.

mbl.is

Innlent »

Sjö bílar skemmdir á Suðurnesjum

11:08 Eignarspjöll voru unnin á sjö bifreiðum í Keflavík að morgni sunnudags. Hliðarspeglar höfðu verið brotnir og bifreiðarnar dældaðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Setti fólk nokkuð upp trampólín?

10:32 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veltir því fyrir sér á Facebook hvort fólk hafi hvort eð er nokkuð sett upp trampólín í sumar og varar við hvassviðri fram að hádegi. Meira »

VÍS horfi á landið sem eina heild

09:24 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, segir að VÍS sé að sameina skrifstofur í 6 öflugar skrifstofur víðs vegar um landið. VÍS horfi á landið sem eina heild og skipuleggi þjónustuna út frá því þannig að hún sé samræmd og óháð búsetu. „Þetta er stórt skref en við erum að vinna út frá þessari ákvörðun,“ sagði Helgi. Meira »

Enginn hefur talað við Áslaugu

09:14 „Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp.“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Bárðarsonar en eiginkona hans var rekin frá Orku náttúrunnar fyrir rúmum tveimur vikum. Meira »

Gullglyrnur gerðu innrás

08:18 Mikið var af gullglyrnum hér á landi seinni part sumars. „Gullglyrnurnar streymdu yfir landið austanvert. Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverjum garði í ágústmánuði. Smám saman tóku þær að berast vestur eftir landinu allt til höfuðborgarinnar.“ Meira »

Vetrarfærð víða á fjallvegum

08:17 Vetrarfærð er víða á fjallvegum á Suður- og Vesturlandi. Á Hellisheiði er krapi og snjóþekja á Mosfellsheiði og hálkublettir í Þrengslum og Lyngdalsheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku. Meira »

Fjórða atrenna í Aurum-málinu í dag

08:00 Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Meira »

Ríkið hætti að reka fríhöfn

07:57 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Fríhöfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Leigan 190 þúsund á mánuði

07:39 Miðsvæðis í Reykjavík leigist tveggja herbergja íbúð á um 190.000 kr. á mánuði að meðaltali. Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafnhátt leiguverð í höfuðborg og hér á landi. Aftur á móti er húsnæðisverð í Reykjavík lægra en í flestum höfuðborgum Norðurlandanna. Meira »

Lengd ganganna orðin 3.658 metrar

07:37 „Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan.“ Meira »

Sóttu veikan farþega

06:52 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veika konu um borð í skemmtiferðarskip fyrir austan land í gærkvöldi og var hún flutt á Egilsstaði. Meira »

Þjónustan ókeypis fyrir börn

06:42 Barnasálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nú í september eru komnir sál­fræðing­ar á sex af 15 heilsu­gæslu­stöðvum á svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber, segir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

Snjókomu spáð á Hellisheiði

06:24 Spáð er slyddu eða snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi með morgninum og versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við snjókomu um tíma á Hellisheiði. Lögreglan á Akureyri leitaði eftir aðstoð verktaka við að festa þakplötur í nótt eftir að þar hvessti skyndilega eftir miðnætti. Meira »

Ökumaður í vímu með hótanir

06:06 Lögreglan handtók ökumann í austurhluta Reykjavíkur eftir miðnætti í nótt og gistir hann fangaklefa fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Jafnframt fyrir að hóta lögreglu og fara ekki að fyrirmælum hennar. Meira »

Borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

05:30 Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Meira »

Hvorki fagleg né formleg

05:30 Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október á síðasta ári en ekki hefur farið mikið fyrir vinnu með tillögur skýrslunnar í ráðuneytinu. Meira »

Norðurljósin heilla enn ferðafólk

05:30 Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Meira »

Ógildingu íbúakosningar hafnað

05:30 Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Meira »

Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

05:30 Lánaheimildir Símasamstæðunnar eru langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara. Meira »
3ja daga CANON EOS námskeið 1.- 4. okt.
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 1. - 4. OKT. ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...