Verða að axla ábyrgð

Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og ...
Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og Velferðarsviði. mbl.is/Hari

„Þetta eru kerfislæg mistök sem þarna hafa átt sér stað bæði hjá lögreglu og borginni. Lögregla hefur játast við því og tekið á því. Borgin er því miður, og þá er ég að tala um Velferðarsviðið, er að búa til skýringar á því að einhver ótilgreindur starfsmaður  hafi gert mistök,“ segir Sæv­ar Þór Jóns­son. Hann er lögmaður og rétt­ar­gæslumaður drengs­ins sem lagði fram kæru á hend­ur karl­manni á fimm­tugs­aldri í ág­úst á síðasta ári fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010. Karl­maður­inn starfaði sem stuðnings­full­trúi á heim­ili Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur þegar brot­in áttu sér stað.

Í skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar á verk­ferl­um og regl­um er varða til­kynn­ing­ar og ábend­ing­ar sem ber­ast til Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, sem kom út í gær, kem­ur fram að mis­tök starfs­manns hjá Reykja­vík­ur­borg leiddu til þess að til­kynn­ing um kyn­ferðis­brot manns­ins barst ekki til stjórn­enda.

Það er alveg klárt að við munum láta reyna á bótaréttinn ef í ljós kemur að hann [stuðningsfulltrúinn] verður dæmdur fyrir refsivert athæfi og fundinn sekur fyrir brot gegn mínum umbjóðendum. Þá er alveg klárt mál að það verður látið reyna á það fyrir rétti.“

Mikil reiði hjá fórnarlömbunum í garð Barnaverndar

Sævar segir mikla reiði hjá sínum umbjóðendum gagnvart Barnaverndar og Velferðarsviði, sem séu ekki tilbúnir á næstunni til að þekkjast fundarboð Barnaverndar til að fara yfir málið.

„Það að setjast niður með mínum umbjóðendum til að fara yfir þessi mistök, það finnst manni eingöngu ætlað að þjóna þeim tilgangi að afsaka sig. Við erum hins vegar að tala um mjög alvarleg brot og alvarlegar afleiðingar,“ segir Sævar.

„Það liggur alveg ljóst, eins og málið er vaxið, að borgin er búin að taka á sig ábyrgð á því að verkferlar hafi ekki verið í lagi.“ Það megi því leiða að því líkum, sérstaklega varðandi yngri umbjóðanda sinn sem brotið hafi verið gegn á árabilinu 2004-2010, að hefði ábendingunni sem borginni barst 2008 verið sinnt þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot gegn honum.

Kaupir ekki skýringuna á símtalinu

„Það er grafalvarlegt mál ef horft er til þess hvernig málið er vaxið og hversu alvarleg brotin voru. „Það er því ljóst að verði hann sakfelldur fyrir þessi brot að þá verður látið reyna á bótarétt og það er líka ljóst að þeir sem bera ábyrgð á þessum málum innan borgarinnar verða einnig að axla ábyrgð.“

Sjálfur segist Sævar ekki kaupa þá skýringu að einhver starfsmaður í símsvörun Reykjavíkurborgar  hafi tekið niður ábendinguna og ekki sent hana áfram.

„Það hlýtur að hafa verið þannig að símtalið hafi verið sent áfram til Barnaverndar. Nú ef það var ekki gert, þá eru það mistök af því að verkferlarnir eru ekki í lagi. Þegar svona mál eiga í hlut þá verða menn hins vegar að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Það geti þeir gert persónulega með því víkja störfum, eða þá að dómstólaleiðin sé farinn þar sem að að menn séu skaðabótaskildir fyrir mistökunum.

mbl.is

Innlent »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »

Bára afhenti Alþingi upptökurnar

11:45 Skrifstofa Alþingis er komin með hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greinir frá því að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna, hafi afhent Alþingi upptökurnar um helgina. Meira »

Ófært víða á landinu

11:44 Ófærð er víða á landinu, einkum á miðhálendinu og á Suðurlandi. Nesjavallaleið er lokuð vegna snjóa og er gul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins. Hálka og hálkublettir eru víða um landið, t.a.m. á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði. Meira »

Mannréttindafundur í Iðnó

11:34 Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar fer fram í dag á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hægt var að fylgjast með honum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

11:16 Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018. Meira »

Krefja þrjár konur um bætur

11:15 Tveir karlmenn, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, hafa stefnt Hildi Lillendahl Viggósdóttur fyrir færslu sem hún birti á Facebook. Krefjast þeir að hún verði dæmd til að greiða þeim hvorum um sig 1,5 milljónir króna. Meira »

Eldur í reykkofa á Svalbarðsströnd

11:14 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út nú á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt var um þykkan svartan reyk frá útihúsi í Heiðarholti á Svalbarðsströnd. Meira »

Hálfur milljarður til útlendingamála

10:58 „Þrátt fyrir að dregið hafi úr tilhæfulausum umsóknum vegna breytinga á regluverki, hefur umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgað,“ segir í greinargerð fjáraukalaga til stuðnings þess að heimild til aukningar framlags til útlendingamála fyrir árið 2018 verði hækkuð um 529,2 milljónir króna. Meira »

Saksóknari fái 32 milljónir

10:26 Ríkisstjórnin biður í fjáraukalögum um heimild til þess að hækka áætluð útgjöld til dómsmála um 9,3 milljónir króna í fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við settan saksóknara og aðstoðarmanns í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en heildarkostnaður var 32,1 milljón króna. Meira »

Bílvelta í Ármúla

10:25 Bílvelta varð á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar, í nágrenni Samgöngustofu, um níuleytið í morgun. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru kölluð á staðinn. Meira »

Jan Mayen-þorskur líklega frá Íslandi

10:23 Góð þorskveiði norska línubátsins Loran í norskri lögsögu við Jan Mayen síðsumars og í haust hefur vakið athygli og spurningar um hvaðan þorskurinn komi. Meira »

Óttast ástandið þegar flensan bætist við

09:24 „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við óttumst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »

Stormur sunnan- og vestanlands síðdegis

08:01 Það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-25 m/s, sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld og slær jafnvel í staðbundið rok með rigningu á láglendi að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

07:57 Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...