Virkjanasvæðið verði opið

Hugsað verður um útlit stöðvarhúss.
Hugsað verður um útlit stöðvarhúss. Tölvuteikning/VA arkitektar

Landsvirkjun vill hafa virkjanasvæði Hvammsvirkjunar opið almenningi til útivistar. Göngustígar verða lagðir um svæðið, meðal annars göngu- og reiðstígar yfir stíflu Hagalóns.

Þetta er liður í mótvægisaðgerðum sem unnið er að vegna þess mikla rasks sem verður á virkjanasvæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

„Öll mannvirki sem þarf til að framleiða rafmagn með vatnsafli eru á frekar aðgengilegu og fallegu svæði og okkur langar til að gefa gestum kost á að njóta þess,“ segir Ólöf Rós Káradóttir, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun. Umhverfismati vegna virkjunarinnar er lokið en ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert