Mat verði lagt á reynsluna af EES

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert

Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál að tímabært sé að gera úttekt á reynslu Íslands af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nú þegar aldarfjórðungur sé síðan hann var undirritaður.

Þar segir ennfremur að Sjálfstæðisflokkurinn geri „verulegar athugasemdir“ við að tekin sé upp löggjöf frá Evrópusambandinu í EES-samninginn sem feli í sér valdheimildir sem falli utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins.

Lögð er áhersla á mikilvægi þess að tryggja áfram greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og kappkosta að treysta tengslin við Bretland vegna útgöngu landsins úr sambandinu.

Einnig er lögð áhersla á mikilvægi góðra viðskiptasambanda við sem flest ríki heimsins og fjölgað verði fríverslunarsamningum við ríki utan EES verði fjölgað, þá annað hvort tvíhliða eða í samstarfi við önnur EFTA-ríki.

Þá er hvatt til þess að stjórnvöld beiti sér gegn því að innheimtir séu tollar af vörum frá ríkjum, sem Ísland á fríverslunarsamning við, þegar þeim er umskipað í höfnum Evrópusambandsins.

Bjarni Benediktsson á landsfundinum í dag.
Bjarni Benediktsson á landsfundinum í dag. mbl.is/Eggert
Frá landsfundinum í dag.
Frá landsfundinum í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert