Sjálfsafgreiðsla kynnt í Krónunni

Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Viðskiptavinir skanna vörurnar sjálfir og borga svo …
Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Viðskiptavinir skanna vörurnar sjálfir og borga svo fyrir innkaupin með korti mbl.is/Árni Sæberg

Krónan tók í fyrradag í notkun fjóra sjálfsafgreiðslukassa í verslun sinni í Nóatúni 17 í Reykjavík. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, sagði að fleiri Krónuverslanir fylgdu fljótlega í kjölfarið.

Einn mannaður afgreiðslukassi var fjarlægður til að koma fjórum sjálfsafgreiðslukössum fyrir í versluninni. Nú eru þar þrír mannaðir afgreiðslukassar auk sjálfsafgreiðslustöðvanna.

Kristinn segir í Morgunblaðinu í dag, að margir viðskiptavinir hefðu afgreitt sig sjálfir vandræðalaust. Starfsmaður er til staðar til að aðstoða þá sem óska og kenna þeim á tæknina. Strikamerki varanna er skannað og vörurnar settar á borð sem er vigt. Vigtin stemmir sig við kassann. Viðskiptavinurinn greiðir svo með debet- eða kreditkorti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert